Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Heimsljós 10. mars 2022 14:48 Unicef Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. „Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem almenningur, Mannvinir Rauða krossins, fyrirtæki og stjórnvöld hafa sýnt lífsbjargandi mannúðarstarfi Rauða krossins með fjárframlögum,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Þarfirnar eru svo miklar að hver króna skiptir máli. Við á Íslandi erum sannarlega að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og það er tekið eftir okkar stuðningi og hlýhug.“ Unicef Auk fjármagns til mannúðaraðgerða eru sex sendifulltrúar Rauða krossins á leið til Úkraínu og nágrannaríkja með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem þeir sinna hjálparstarfi næstu vikur og mánuði. Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram og félagið áformar að senda frekara fjármagn með stuðningi almennings, Mannvina Rauða krossins, fyrirtækja og stjórnvalda því ljóst er að neyðin í Úkraínu og nágrannaríkjum þess þar sem flóttafólk leitar skjóls vex dag frá degi, að því er segir í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi. Helmingur fjármagnsins fer til mannúðaraðgerða innan Úkraínu þar sem lögð er áhersla á neyðaraðstoð eins og dreifingu matvæla, tryggt aðgengi að vatni og öðrum nauðsynjum. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggja virkni nauðsynlegra innviða landsins, t.d. með því að styðja við spítala og heilsugæslur með læknisbúnaði og lyfjum og gera við og halda vatnsveitum gangandi. Staða Rauða krossins sem hlutlaus og óhlutdræg hreyfing á átakasvæðum tryggir starfsfólki og sjálfboðaliðum aðgengi að svæðum þar sem aðrir hafa annað hvort mjög takmarkað eða jafnvel ekkert aðgengi að almennum borgurum. Þá leggur Alþjóðaráð Rauða krossins þunga áherslu á að stríðandi fylkingar virði skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum sem eiga að vernda almenna borgara, borgaraleg mannvirki og innviði frá árásum. Þá er mikilvægt að almennir borgarar geti flúið átakasvæði á öruggan hátt með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins. „Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“ Hinn helmingur söfnunarfjárins verður notaður til að taka á móti flóttafólki í nágrannaríkjum Úkraínu þar sem hátt í tvær milljónir hafa leitað skjóls, aðallega konur og börn. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja mannúðarstarf Rauða krossins í Moldóvu Rauði krossinn bendir á að nú sé mikilvægast að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. Hægt er að leggja söfnuninni lið hér eða með því að senda smsið HJALP í 1900. Fólk er einnig hvatt til að gerast Mannvinir, þ.e. mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins, til þess að styrkja við starf Rauða kross til lengri tíma. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem almenningur, Mannvinir Rauða krossins, fyrirtæki og stjórnvöld hafa sýnt lífsbjargandi mannúðarstarfi Rauða krossins með fjárframlögum,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Þarfirnar eru svo miklar að hver króna skiptir máli. Við á Íslandi erum sannarlega að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og það er tekið eftir okkar stuðningi og hlýhug.“ Unicef Auk fjármagns til mannúðaraðgerða eru sex sendifulltrúar Rauða krossins á leið til Úkraínu og nágrannaríkja með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem þeir sinna hjálparstarfi næstu vikur og mánuði. Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram og félagið áformar að senda frekara fjármagn með stuðningi almennings, Mannvina Rauða krossins, fyrirtækja og stjórnvalda því ljóst er að neyðin í Úkraínu og nágrannaríkjum þess þar sem flóttafólk leitar skjóls vex dag frá degi, að því er segir í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi. Helmingur fjármagnsins fer til mannúðaraðgerða innan Úkraínu þar sem lögð er áhersla á neyðaraðstoð eins og dreifingu matvæla, tryggt aðgengi að vatni og öðrum nauðsynjum. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggja virkni nauðsynlegra innviða landsins, t.d. með því að styðja við spítala og heilsugæslur með læknisbúnaði og lyfjum og gera við og halda vatnsveitum gangandi. Staða Rauða krossins sem hlutlaus og óhlutdræg hreyfing á átakasvæðum tryggir starfsfólki og sjálfboðaliðum aðgengi að svæðum þar sem aðrir hafa annað hvort mjög takmarkað eða jafnvel ekkert aðgengi að almennum borgurum. Þá leggur Alþjóðaráð Rauða krossins þunga áherslu á að stríðandi fylkingar virði skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum sem eiga að vernda almenna borgara, borgaraleg mannvirki og innviði frá árásum. Þá er mikilvægt að almennir borgarar geti flúið átakasvæði á öruggan hátt með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins. „Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“ Hinn helmingur söfnunarfjárins verður notaður til að taka á móti flóttafólki í nágrannaríkjum Úkraínu þar sem hátt í tvær milljónir hafa leitað skjóls, aðallega konur og börn. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja mannúðarstarf Rauða krossins í Moldóvu Rauði krossinn bendir á að nú sé mikilvægast að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. Hægt er að leggja söfnuninni lið hér eða með því að senda smsið HJALP í 1900. Fólk er einnig hvatt til að gerast Mannvinir, þ.e. mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins, til þess að styrkja við starf Rauða kross til lengri tíma. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent