María bjargaði geðheilsunni með kuldagalla um miðja nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2022 10:31 María fékk mjög erfitt kvíðakast eina nótt í Danmörku. Hönnuðurinn María Ericsdóttir Panduro varð hrædd um líf sitt þegar hún fékk heiftarlegt kvíðakast um miðja nótt eftir erfið sambandsslit og gríðarlega erfitt tímabil og hún hreinlega óttaðist að hún væri að fá hjartaáfall. María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira