Líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um sjálfstæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 11:38 Sigurður Ingi segir að íbúar sveitarfélaga eigi að fá meira að segja um framtíð sína. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði áfram hluti af Reykjavík en íbúar ættu að hafa sitt að segja um það. Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Kjalnesingar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þeir fái að kjósa um framtíð sína samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Þar eru uppi hugmyndir um að endurreisa sveitarfélagið Kjalarneshrepp, sem sameinaðist Reykjavík árið 1998, eða að sameinast frekar nærliggjandi sveitarfélögum; Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Vill stærri og öflugri sveitarfélög Þessar hugmyndir falla ekki illa í kramið hjá innviðaráðherra. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér þær nákvæmlega en það er auðvitað þannig að við höfum verið að virða rétt samfélaga sveitarfélaga. Við höfum hins vegar verið að hvetja til að þau verði stærri og öflugri. Þannig að þetta er nú skref í hina áttina ef þeir ætluðu að fara að verða sjálfstætt samfélag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann er þó ekki mótfallinn því að Kjalnesingar kjósi um þetta atriði í vor. „Nei, ég held við eigum að gera meira af því að leita til íbúa um íbúasamráð og íbúakosningar og við erum reyndar með slík mál í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi. Lofar því að Sundabrautin verði að veruleika Spurður hvort ekki sé eðlilegra að Kjalarnes tilheyri sveitarfélagi sem það á bæjarmörk við en ekki Reykjavík sem er talsvert í burtu segir hann það vel geta verið. Kjalarnesið er stærsta en jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær skilur Kjalarnesið frá hinum hverfunum.vísir Þó hafi Sundabrautin alltaf skipt höfuðmáli þegar Kjalnesingar ákváðu að sameinast Reykjavík. Þeim var lofað að brautin yrði lögð fyrir 2002 en nú tveimur áratugum síðar bólar enn ekkert á framkvæmdinni. Ráðherrann lofar þó að hún muni hefjast á næstunni. „Já, ég get lofað því að hún verður því hún er kominn í öruggan farveg og við ætlum að setja hana af stað. Hún er mikilvæg öryggis- og samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu; augljóslega fyrir Kjalnesinga og reyndar allt Vestur- og Norðurlandið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira