Ógnarstórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 18:13 Höglin eru nærri jafnstór og hundrað krónu peningur eins og sjá má á myndunum. Gísli Matthías Auðunsson Gríðarlega stórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum í miklum éljagangi skömmu eftir klukkan 17 í dag. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafnstór högl hér á landi. Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu. Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu.
Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira