Heyrðu viðbrögðin þegar „hetjurnar“ Messi og Neymar voru kynntar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 13:31 Kylian Mbappe fékk frábærar viðtökur en það var aftur á móti baulað stanslaust á þá Neymar og Lionel Messi allan leikinn af stuðningsmönnum Paris Saint-Germain. Getty/ Xavier Laine Lionel Messi og Neymar voru að spila á heimavelli í gær en hafa sjaldan fengið verri móttökur en á þessu sunnudagseftirmiðdegi í París. Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira