Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 21:22 Joe Biden Bandaríkjaforseti spjallaði ásamt Jill Biden við móður Elizu eftir að Eliza hafði orð á því að hún væri hennar fyrirmynd. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira