Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“ Elísabet Hanna skrifar 20. mars 2022 09:00 Alexandra elskar að ferðast og skoða heiminn og vill hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Aðsend Alexandra Björgvinsdóttir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvert tókstu stökkið?Ég er búsett í Zürich í Sviss en planið var í raun alltaf að flytja bara eitthvað út og mögulega færa mig svo bara alltaf á milli landa, planið var allavega ekki að vera hér til lengri tíma. Svo féll ég bara algjörlega fyrir borginni og öllu sem er í boði hérna í kring. Ég bjó reyndar líka í eitt ár í Bretlandi áður View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Með hverjum býrðu úti?Ég bý með kærastanum mínum hérna úti en hann fékk einmitt æðislega atvinnumöguleika hérna sem var fyrsta ástæðan fyrir valinu á þessari borg. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já áður en ég flutti út var ég á tímabili að ferðast nánast mánaðarlega. Hef alltaf verið með mjög mikla ævintýraþrá og gat í rauninni aldrei hugsað mér að eyða restinni af lífinu á einum og sama staðnum. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég flutti út sumarið sem Covid var að taka sín fyrstu skref en fékk einmitt að upplifa Ísland túristalaust með vinum og vandamönnum áður en ég fór. Ég átti því yndislegar vikur þar áður en ég kom svo hingað. Þegar ég lendi hér eru svo þrjátíu gráður og sól, allt opið og við gátum farið til Como o.fl. í kring. Um leið og landamærin lokuðu til annarra landa fékk ég þá tækifæri til þess að skoða nánast allt Sviss sem var algjörlega frábært. Mér finnst í raun eins og ég hafi sloppið við Covid eða allavegana eins vel og hægt var að sleppa við það. Það hafði þó auðvitað mikil áhrif á mig eins og alla aðra. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Úff ég hef alltaf verið mjög spontant, þrátt fyrir að vera mikill planari líka en rúmum mánuði eftir að kærastinn minn fékk svar frá vinnunni held að við höfum verið flutt. Ég var þó búin að safna pening í einhverja mánuði áður þar sem þetta var alltaf í lögnunum. Við byrjuðum svo á því að gista inni á íslenskri stelpu sem býr hérna úti og er í dag mjög góð vinkona mín. Við fluttum svo um leið og við fundum okkur íbúð sjálf. „Það getur verið mjög erfitt að finna íbúð hérna þar sem allir leigja en við vorum mjög heppin og fundum drauma íbúðina okkar á ágætis tíma.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er slatti sem þarf að hafa í huga, til dæmis í Sviss er það tungumálið, þýskan. Þegar þú ert að leita þér að vinnu skiptir hún gífurlegu máli, ef þú er ekki sérmenntaður eða með þitt eigið fyrirtæki. Þetta er þó mjög fjölþjóðleg borg og í raun eru fjögur til sex tungumál töluð hérna. Það eru ítalska, franska, romansh og þýska sem töluð eru formlega en svo tala flest allir líka swiss-german og ensku hér í daglegu lífi. Það er því alltaf hægt að finna leið ef viljinn er fyrir hendi. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Það eru einnig margir hlutir sem þarf að huga að eins og heilsutryggingar og leikskólagjöld sem eru mjög há hérna. Ég held að númer eitt sé fyrst og fremst að mæta með jákvætt hugarfar, fara út í daginn með opinn huga og vera tilbúinn að kynnast bæði borginni og nýju fólki. Það er gott að horfa í kringum sig af dáð, fara út að skoða sig um eins oft og maður getur og vera tilbúinn að læra og breytast og taka áhættur. „Þú ert sá sem getur gert hvaða borg sem er að nýju heimili, eða ekki.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég ætlaði mér einmitt að verða einkaþjálfari þegar ég flutti hingað út. Það er gífurlegt magn af fólki sem talar ensku hér og rosalega mikið af expats. Það gekk ekki alveg eins og ég ætlaði mér þar sem ræktirnar lokuðu stuttu seinna vegna Covid og lífið tók mig í einhverja allt aðra átt. View this post on Instagram A post shared by Travel by ABB (@travelbyabb) Í dag er ég með nýtt ferðafyrirtæki Travel By ABB en það hjálpar fólki að kynnast nýju borginni sinni. Hvort sem það er að flytja eða þeim áfangastöðum sem það er að heimsækja. Ég hef alltaf sankað af mér allskonar ferðaráðum og ferðast mikið og ákvað loksins að láta reynsluna gefa af sér. „Ég er með brennandi áhuga á að finna hot-spots og hidden-gems hvert sem ég fer og finnst það algjörlega geta gert ferðina manns þegar maður fer á réttu staðina.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég vildi að ég gæti fært fjölskylduna mína út til mín, það væri þetta alveg toppurinn á tilverunni. Það er í raun ekkert annað sem ég sakna við Ísland, kannski einn og einn hlutur úr Bónus. „Ég bjóst alveg við því að fá heimþrá af og til en ég hef hreinlega ekki litið til baka, nema bara þegar ég hugsa af hverju í ósköpunum ég fór ekki fyrr.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Ísland er auðvitað mjög fallegt og öruggt land og ég kann að meta allt sem ég hef upplifað þar en minn tími þar var löngu kominn. Það er einhvern vegin allt betra hérna í Sviss. Hér er líka öruggt, virkilega fallegt, æðisleg náttúra, allar árstíðir eru frábærar og ekkert þunglyndi sem leggst á mann mánuðum saman. Þú getur keyrt til Ítalíu, Frakklands, Þýskalands og Austurríkis á innan við fjórum klukkustundum og svo farið lengra ef út í það er farið. Þú getur synt og farið í fjallgöngur á sumrin og farið í tryllt partý undir berum himni. Á veturna eru líka partý í boði ásamt því að skíða í Ölpunum og fara á jólamarkaði. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hér er líka nánast logn allt árið í kring. Ég á t.d. ekki bíl hérna úti en keyrði allt á Íslandi og get ekki hugsað mér að fara aftur í þann pakka. Það er svo margt, ég gæti talið upp hluti í marga klukkutíma. Það er ástæða fyrir því að þessi borg hefur verið kosin besta borgin til að búa í mörgum sinnum á heimsvísu. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna þess ekki að fá ekki að upplifa ævintýri, kynnast nýju fólki, lenda í einhverju spontant, labba óvart inn vitlausa götu og finna nýja staði sem ég vissi ekki af. Að geta ekki bara gengið út úr húsi nánast allt árið í kring í þykkri peysu án þess að athuga veðurspánna og að geta ekki farið í frí til nýrra borga nema taka sér langt frí og fljúga þangað. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Ég sakna þess heldur ekki að sjá flest alla á öllum aldri ströggla fjárhagslega og ná aldrei að njóta lífsins almennilega eða að fimm dagar vikunnar fari yfirleitt bara í vinnu og svefn. „Ég gæti talið upp svo mikið hér sem ég áttaði mig alveg á áður en á eiginlega ekki til orð yfir að ég hafi sætt mig við í dag.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig er veðrið?Fyrir mig er þetta veður fullkomið. Veturnir eru kaldir en það er logn og þú getur alltaf farið upp í fjöllin og náð sólinni yfir skýjunum ef þú vilt. Það er líka hægt að keya í tvo til þrjá tíma á sólríkari stað. Nóv og des mánuðirnir eru æði með fullt af jólamörkuðum og ljósum um allan bæ. „Vorin eru eins og sumrin á Íslandi nema með bleikum trjám og öllum stöðunum sem byrja að opna við vatnið, rooftops ofl.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Sumarið er svo mjög langt og það eru yfirleitt 20-35 gráður og sól alla daga, með einum og einum rigningardegi til þess að slaka aðeins á inni. Haustin eru mjög kósí, laufin byrja að falla og maður byrjar aftur að fara inn á veitingastaði og kaffihús og bjóða fólki í mat. Áður en maður veit af er svo aftur kominn vetur. „Allt árið er hreinlega geggjað.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég hef aldrei labbað eins mikið í lífinu mínu. Annars fer ég oft á Voi sem er rafmagnshlaupahjól og einstaku sinnum fer ég í tramma eða Uber. Svo nýti ég bílaleigubíla og lestar fyrir lengri ferðir. Kemurðu oft til Íslands?Nei, í raun bara til þess að segja hæ við fjölskylduna mína en það hefur líka verið aðeins erfiðara í Covid. Ég hef farið einu sinni á ári hingað til. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa í Sviss? Það er einmitt það besta, ég fæ alltaf að heyra „en það er svo dýrt í Sviss''. Það er auðvitað mjög dýrt en samt í raun mjög svipað og á Íslandi. Þannig þegar þú kemur þaðan þá er þetta bara allt í góðu. Útborguð laun eru allt í þreföld ef ekki enn hærri hjá sumum og skatturinn er um 10% í stað 30-50%. Þú þarft ekki að eiga bíl og borga af honum um leið og þú lærir aðeins inn á borgina. Eins og hvar á að versla í matinn, hvað á ekki að kaupa hvar o.s.frv. og þá er þetta bara yndislegt. Það er meira að segja ýmislegt ódýrara hér, eins og áfengi og raftæki. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hefur þú verið að fá mikið af heimsóknum út?Já ég hef fengið nokkrar heimsóknir en ég býst við því að þær fari að aukast núna. Það er búið að vera svo svakalega erfitt fyrir Íslendinga að ferðast síðustu ár að það eru nokkrir sem eiga heimsókn inni ennþá. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Nei alls ekki, sem mér finnst líka æðislegt. Ég vildi flytja út og fá að upplifa allt sjálf, ekki bara færa mig til annars Íslands. Eins mikið og ég elska t.d. Kaupmannahöfn þá gæti ég aldrei flutt þangað. Það er auðvitað æðislegt að eiga hóp af Íslendingum í kringum sig en það var alls ekki það sem ég var að leitast eftir. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Í dag þekki ég kannski fimm Íslendinga hérna úti og finnst það mjög passlegt, frábært að geta leitað stundum til þeirra og talað Íslenskuna o.s.frv. enda eru þau öll æðisleg líka. Ég hef heldur ekki tekið eftir mörgum öðrum hér í grennd, aðeins einum og einum. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Áttu þér uppáhalds stað?Nei ég get eiginlega ekki sagt það, ég skipti alveg vikulega. Það fer svo svakalega eftir því hvert ég er að fara, með hverjum og í hvaða tilgangi. Ég á mér kannski uppáhaldsstaði en einn fyrir hvert og eitt hlutverk. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Sama hér það fer algjörlega eftir árstíð og félasskapnum. Það eru nokkrir veitingastaðir sem væru geggjaðir í rómantískt date eins og við vatnið eða aðeins upp í hæðinni fyrir ofan vínekrur en svo eruaðrir sem væru geggjaðir fyrir pre-partý með stelpunum. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Ég er með Zürich guide inn á Travel by Abb fyrir AW árstíðirnar með fullt af flokkuðum veitingastöðum fyrir öll tilefni. Svo er ég að fara að gefa út sumar og vor útgáfu á næstu vikum. Þar verða fleiri rooftops staðir og staðir við vatnið svo ég mæli algjörlega með því fyrir þá sem koma í heimsókn, mjög ódýrt. Það er nefnilega alveg merkilegt hvað það leynist mikið í þessari fallegu borg. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Sviss?Zürich er staður sem þú kemur til og færð líklega ekki „WOW'' um leið og þú kemur. Heldur þarftu að gera ýmislegt hérna þangað til þú áttar þig á því hvað allt er æðislegt. Hér er enginn glimrandi Eiffel turn eða neitt slíkt en það er bara svo mikið af allskonar mismunandi upplifunum og fallegum stöðum sem gera gott betur þegar í heildina er litið. Ég held að mitt aðal ráð væri að koma um sumar eða jól, eða jafnvel bæði. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Sumarið hérna er alveg frábært og ég skil í raun ekki hvernig þetta er ekki einn helsti áfangastaður allra á sumrin. Það er þegar á borgarferðir er litið. Kannski því þú þarft svolítið að vita hvert er best að fara, en nú get ég hjálpað til með það. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Þessar seinustu vikur hafa verið svolítið á kafi í vinnu en svo fer ég spondant út að skemmta mér einn og einn dag vikunnar. Ég fer út í lunch eða kaffi með vinum þegar veðrið er gott, í Alpana, í roadtrip eða eitthvað annað skemmtilegt um helgar. Það eru alltaf einhverjir viðburðir og alltaf eitthvað að gera fyrir alla. Þú velur svo það sem þig langar til að gera hverja viku fyrir sig. Fyrsta eitt og hálft árið mitt hérna missti ég mig aðeins í gleðinni og var úti nánast alla daga. Ég væri líklega fljótari að telja upp hvað ég gerði ekki. Eins og ég segi þá hafa síðustu vikur verið mjög rólegar, þrátt fyrir að vera mun viðburðaríkari en mín síðustu ár á Íslandi ef út í það er farið. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það er allt hreint, allsstaðar. Þú ert mjög öruggur hérna, það er gott veður, ég bý nálægt vatninu og labba alltaf meðfram því niður í bæ. Þar er live tónlist og Alparnir í „backdroppi“. Það eru einhvern vegin alltaf allir úti að njóta lífsins, meira segja í hádegi á mánudegi. Það gleður mig svo að sjá aðra njóta lífsins að ég byrja eiginlega bara að brosa sjálf, svo það er mjög mikilvægt að kíkja út í göngutúr af og til. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Mér finnst gamli bærinn mjög heillandi, það er svo margt í boði og svo eru allir svo rólegir einhvernvegin. Ef að þig langar í einhverja alllt aðra stemningu þá geturðu farið í Zürich West en þar er allt industrial og meira „cool“. Þar er til dæmis veitingastaður við hliðina á surf-sundlaug og interior búðir byggðar inn í gamla lestarstöð. Svo geturðu líka farið og flotið hjá ánni, fólk er þá meira afslappað en hjá vatninu og oft með tónlistaratriði, hjólabretti og sprey brúsa. Ef þú vilt sleppa þér á rave-i þar sem allir breyta um ham, þá er það líka í boði. „Allir virðast eiga nóg af pening og geta gert allt sem þá langar til og það hvetur mann einhvern veginn áfram í að ná sömu hæðum. Og þótt það sé annar hver maður á Lamborghini eða í jakkafötum þá máttu einhvern vegin vera hvernig sem er.“ Æ ég veit það ekki, má ég segja allt? Hvað er það versta við staðinn þinn?Ef þú átt engan pening þá getur örugglega verið mjög erfitt að búa hér uppá margt að gera. Eða ef þú átt börn þar sem leikskólagjöldin eru rosalega há. Þeir sem eru mjög svissneskir geta líka oft verið frekar leiðinlegar týpur. Lokaðir og skilja kaldhæðni alls ekki en sem betur fer hættir maður svo bara að taka eftir því eftir einhvern tíma. Það er svo mikið af góðu fólki hérna á móti. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands nei, kannski tekur lífið mig eitthvað annað seinna, tímabundið eða ekki en ekki til Íslands. Stökkið Íslendingar erlendis Sviss Tengdar fréttir Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00 Stökkið: „Við höfum búið saman í Vín, Aþenu, Malmö og nú Boston“ Andrea Röfn Jónasdóttir hefur verið búsett í Vínarborg, Aþenu og Malmö en á síðasta ári flutti fjölskyldan til Boston þar sem eiginmaður hennar Arnór Ingvi Traustason spilar fótbolta í MLS deildinni. 6. mars 2022 09:00 Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvert tókstu stökkið?Ég er búsett í Zürich í Sviss en planið var í raun alltaf að flytja bara eitthvað út og mögulega færa mig svo bara alltaf á milli landa, planið var allavega ekki að vera hér til lengri tíma. Svo féll ég bara algjörlega fyrir borginni og öllu sem er í boði hérna í kring. Ég bjó reyndar líka í eitt ár í Bretlandi áður View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Með hverjum býrðu úti?Ég bý með kærastanum mínum hérna úti en hann fékk einmitt æðislega atvinnumöguleika hérna sem var fyrsta ástæðan fyrir valinu á þessari borg. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já áður en ég flutti út var ég á tímabili að ferðast nánast mánaðarlega. Hef alltaf verið með mjög mikla ævintýraþrá og gat í rauninni aldrei hugsað mér að eyða restinni af lífinu á einum og sama staðnum. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég flutti út sumarið sem Covid var að taka sín fyrstu skref en fékk einmitt að upplifa Ísland túristalaust með vinum og vandamönnum áður en ég fór. Ég átti því yndislegar vikur þar áður en ég kom svo hingað. Þegar ég lendi hér eru svo þrjátíu gráður og sól, allt opið og við gátum farið til Como o.fl. í kring. Um leið og landamærin lokuðu til annarra landa fékk ég þá tækifæri til þess að skoða nánast allt Sviss sem var algjörlega frábært. Mér finnst í raun eins og ég hafi sloppið við Covid eða allavegana eins vel og hægt var að sleppa við það. Það hafði þó auðvitað mikil áhrif á mig eins og alla aðra. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Úff ég hef alltaf verið mjög spontant, þrátt fyrir að vera mikill planari líka en rúmum mánuði eftir að kærastinn minn fékk svar frá vinnunni held að við höfum verið flutt. Ég var þó búin að safna pening í einhverja mánuði áður þar sem þetta var alltaf í lögnunum. Við byrjuðum svo á því að gista inni á íslenskri stelpu sem býr hérna úti og er í dag mjög góð vinkona mín. Við fluttum svo um leið og við fundum okkur íbúð sjálf. „Það getur verið mjög erfitt að finna íbúð hérna þar sem allir leigja en við vorum mjög heppin og fundum drauma íbúðina okkar á ágætis tíma.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er slatti sem þarf að hafa í huga, til dæmis í Sviss er það tungumálið, þýskan. Þegar þú ert að leita þér að vinnu skiptir hún gífurlegu máli, ef þú er ekki sérmenntaður eða með þitt eigið fyrirtæki. Þetta er þó mjög fjölþjóðleg borg og í raun eru fjögur til sex tungumál töluð hérna. Það eru ítalska, franska, romansh og þýska sem töluð eru formlega en svo tala flest allir líka swiss-german og ensku hér í daglegu lífi. Það er því alltaf hægt að finna leið ef viljinn er fyrir hendi. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Það eru einnig margir hlutir sem þarf að huga að eins og heilsutryggingar og leikskólagjöld sem eru mjög há hérna. Ég held að númer eitt sé fyrst og fremst að mæta með jákvætt hugarfar, fara út í daginn með opinn huga og vera tilbúinn að kynnast bæði borginni og nýju fólki. Það er gott að horfa í kringum sig af dáð, fara út að skoða sig um eins oft og maður getur og vera tilbúinn að læra og breytast og taka áhættur. „Þú ert sá sem getur gert hvaða borg sem er að nýju heimili, eða ekki.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég ætlaði mér einmitt að verða einkaþjálfari þegar ég flutti hingað út. Það er gífurlegt magn af fólki sem talar ensku hér og rosalega mikið af expats. Það gekk ekki alveg eins og ég ætlaði mér þar sem ræktirnar lokuðu stuttu seinna vegna Covid og lífið tók mig í einhverja allt aðra átt. View this post on Instagram A post shared by Travel by ABB (@travelbyabb) Í dag er ég með nýtt ferðafyrirtæki Travel By ABB en það hjálpar fólki að kynnast nýju borginni sinni. Hvort sem það er að flytja eða þeim áfangastöðum sem það er að heimsækja. Ég hef alltaf sankað af mér allskonar ferðaráðum og ferðast mikið og ákvað loksins að láta reynsluna gefa af sér. „Ég er með brennandi áhuga á að finna hot-spots og hidden-gems hvert sem ég fer og finnst það algjörlega geta gert ferðina manns þegar maður fer á réttu staðina.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég vildi að ég gæti fært fjölskylduna mína út til mín, það væri þetta alveg toppurinn á tilverunni. Það er í raun ekkert annað sem ég sakna við Ísland, kannski einn og einn hlutur úr Bónus. „Ég bjóst alveg við því að fá heimþrá af og til en ég hef hreinlega ekki litið til baka, nema bara þegar ég hugsa af hverju í ósköpunum ég fór ekki fyrr.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Ísland er auðvitað mjög fallegt og öruggt land og ég kann að meta allt sem ég hef upplifað þar en minn tími þar var löngu kominn. Það er einhvern vegin allt betra hérna í Sviss. Hér er líka öruggt, virkilega fallegt, æðisleg náttúra, allar árstíðir eru frábærar og ekkert þunglyndi sem leggst á mann mánuðum saman. Þú getur keyrt til Ítalíu, Frakklands, Þýskalands og Austurríkis á innan við fjórum klukkustundum og svo farið lengra ef út í það er farið. Þú getur synt og farið í fjallgöngur á sumrin og farið í tryllt partý undir berum himni. Á veturna eru líka partý í boði ásamt því að skíða í Ölpunum og fara á jólamarkaði. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hér er líka nánast logn allt árið í kring. Ég á t.d. ekki bíl hérna úti en keyrði allt á Íslandi og get ekki hugsað mér að fara aftur í þann pakka. Það er svo margt, ég gæti talið upp hluti í marga klukkutíma. Það er ástæða fyrir því að þessi borg hefur verið kosin besta borgin til að búa í mörgum sinnum á heimsvísu. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna þess ekki að fá ekki að upplifa ævintýri, kynnast nýju fólki, lenda í einhverju spontant, labba óvart inn vitlausa götu og finna nýja staði sem ég vissi ekki af. Að geta ekki bara gengið út úr húsi nánast allt árið í kring í þykkri peysu án þess að athuga veðurspánna og að geta ekki farið í frí til nýrra borga nema taka sér langt frí og fljúga þangað. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Ég sakna þess heldur ekki að sjá flest alla á öllum aldri ströggla fjárhagslega og ná aldrei að njóta lífsins almennilega eða að fimm dagar vikunnar fari yfirleitt bara í vinnu og svefn. „Ég gæti talið upp svo mikið hér sem ég áttaði mig alveg á áður en á eiginlega ekki til orð yfir að ég hafi sætt mig við í dag.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvernig er veðrið?Fyrir mig er þetta veður fullkomið. Veturnir eru kaldir en það er logn og þú getur alltaf farið upp í fjöllin og náð sólinni yfir skýjunum ef þú vilt. Það er líka hægt að keya í tvo til þrjá tíma á sólríkari stað. Nóv og des mánuðirnir eru æði með fullt af jólamörkuðum og ljósum um allan bæ. „Vorin eru eins og sumrin á Íslandi nema með bleikum trjám og öllum stöðunum sem byrja að opna við vatnið, rooftops ofl.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Sumarið er svo mjög langt og það eru yfirleitt 20-35 gráður og sól alla daga, með einum og einum rigningardegi til þess að slaka aðeins á inni. Haustin eru mjög kósí, laufin byrja að falla og maður byrjar aftur að fara inn á veitingastaði og kaffihús og bjóða fólki í mat. Áður en maður veit af er svo aftur kominn vetur. „Allt árið er hreinlega geggjað.“ View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég hef aldrei labbað eins mikið í lífinu mínu. Annars fer ég oft á Voi sem er rafmagnshlaupahjól og einstaku sinnum fer ég í tramma eða Uber. Svo nýti ég bílaleigubíla og lestar fyrir lengri ferðir. Kemurðu oft til Íslands?Nei, í raun bara til þess að segja hæ við fjölskylduna mína en það hefur líka verið aðeins erfiðara í Covid. Ég hef farið einu sinni á ári hingað til. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa í Sviss? Það er einmitt það besta, ég fæ alltaf að heyra „en það er svo dýrt í Sviss''. Það er auðvitað mjög dýrt en samt í raun mjög svipað og á Íslandi. Þannig þegar þú kemur þaðan þá er þetta bara allt í góðu. Útborguð laun eru allt í þreföld ef ekki enn hærri hjá sumum og skatturinn er um 10% í stað 30-50%. Þú þarft ekki að eiga bíl og borga af honum um leið og þú lærir aðeins inn á borgina. Eins og hvar á að versla í matinn, hvað á ekki að kaupa hvar o.s.frv. og þá er þetta bara yndislegt. Það er meira að segja ýmislegt ódýrara hér, eins og áfengi og raftæki. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hefur þú verið að fá mikið af heimsóknum út?Já ég hef fengið nokkrar heimsóknir en ég býst við því að þær fari að aukast núna. Það er búið að vera svo svakalega erfitt fyrir Íslendinga að ferðast síðustu ár að það eru nokkrir sem eiga heimsókn inni ennþá. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Nei alls ekki, sem mér finnst líka æðislegt. Ég vildi flytja út og fá að upplifa allt sjálf, ekki bara færa mig til annars Íslands. Eins mikið og ég elska t.d. Kaupmannahöfn þá gæti ég aldrei flutt þangað. Það er auðvitað æðislegt að eiga hóp af Íslendingum í kringum sig en það var alls ekki það sem ég var að leitast eftir. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Í dag þekki ég kannski fimm Íslendinga hérna úti og finnst það mjög passlegt, frábært að geta leitað stundum til þeirra og talað Íslenskuna o.s.frv. enda eru þau öll æðisleg líka. Ég hef heldur ekki tekið eftir mörgum öðrum hér í grennd, aðeins einum og einum. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Áttu þér uppáhalds stað?Nei ég get eiginlega ekki sagt það, ég skipti alveg vikulega. Það fer svo svakalega eftir því hvert ég er að fara, með hverjum og í hvaða tilgangi. Ég á mér kannski uppáhaldsstaði en einn fyrir hvert og eitt hlutverk. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Sama hér það fer algjörlega eftir árstíð og félasskapnum. Það eru nokkrir veitingastaðir sem væru geggjaðir í rómantískt date eins og við vatnið eða aðeins upp í hæðinni fyrir ofan vínekrur en svo eruaðrir sem væru geggjaðir fyrir pre-partý með stelpunum. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Ég er með Zürich guide inn á Travel by Abb fyrir AW árstíðirnar með fullt af flokkuðum veitingastöðum fyrir öll tilefni. Svo er ég að fara að gefa út sumar og vor útgáfu á næstu vikum. Þar verða fleiri rooftops staðir og staðir við vatnið svo ég mæli algjörlega með því fyrir þá sem koma í heimsókn, mjög ódýrt. Það er nefnilega alveg merkilegt hvað það leynist mikið í þessari fallegu borg. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Sviss?Zürich er staður sem þú kemur til og færð líklega ekki „WOW'' um leið og þú kemur. Heldur þarftu að gera ýmislegt hérna þangað til þú áttar þig á því hvað allt er æðislegt. Hér er enginn glimrandi Eiffel turn eða neitt slíkt en það er bara svo mikið af allskonar mismunandi upplifunum og fallegum stöðum sem gera gott betur þegar í heildina er litið. Ég held að mitt aðal ráð væri að koma um sumar eða jól, eða jafnvel bæði. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Sumarið hérna er alveg frábært og ég skil í raun ekki hvernig þetta er ekki einn helsti áfangastaður allra á sumrin. Það er þegar á borgarferðir er litið. Kannski því þú þarft svolítið að vita hvert er best að fara, en nú get ég hjálpað til með það. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Þessar seinustu vikur hafa verið svolítið á kafi í vinnu en svo fer ég spondant út að skemmta mér einn og einn dag vikunnar. Ég fer út í lunch eða kaffi með vinum þegar veðrið er gott, í Alpana, í roadtrip eða eitthvað annað skemmtilegt um helgar. Það eru alltaf einhverjir viðburðir og alltaf eitthvað að gera fyrir alla. Þú velur svo það sem þig langar til að gera hverja viku fyrir sig. Fyrsta eitt og hálft árið mitt hérna missti ég mig aðeins í gleðinni og var úti nánast alla daga. Ég væri líklega fljótari að telja upp hvað ég gerði ekki. Eins og ég segi þá hafa síðustu vikur verið mjög rólegar, þrátt fyrir að vera mun viðburðaríkari en mín síðustu ár á Íslandi ef út í það er farið. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það er allt hreint, allsstaðar. Þú ert mjög öruggur hérna, það er gott veður, ég bý nálægt vatninu og labba alltaf meðfram því niður í bæ. Þar er live tónlist og Alparnir í „backdroppi“. Það eru einhvern vegin alltaf allir úti að njóta lífsins, meira segja í hádegi á mánudegi. Það gleður mig svo að sjá aðra njóta lífsins að ég byrja eiginlega bara að brosa sjálf, svo það er mjög mikilvægt að kíkja út í göngutúr af og til. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Mér finnst gamli bærinn mjög heillandi, það er svo margt í boði og svo eru allir svo rólegir einhvernvegin. Ef að þig langar í einhverja alllt aðra stemningu þá geturðu farið í Zürich West en þar er allt industrial og meira „cool“. Þar er til dæmis veitingastaður við hliðina á surf-sundlaug og interior búðir byggðar inn í gamla lestarstöð. Svo geturðu líka farið og flotið hjá ánni, fólk er þá meira afslappað en hjá vatninu og oft með tónlistaratriði, hjólabretti og sprey brúsa. Ef þú vilt sleppa þér á rave-i þar sem allir breyta um ham, þá er það líka í boði. „Allir virðast eiga nóg af pening og geta gert allt sem þá langar til og það hvetur mann einhvern veginn áfram í að ná sömu hæðum. Og þótt það sé annar hver maður á Lamborghini eða í jakkafötum þá máttu einhvern vegin vera hvernig sem er.“ Æ ég veit það ekki, má ég segja allt? Hvað er það versta við staðinn þinn?Ef þú átt engan pening þá getur örugglega verið mjög erfitt að búa hér uppá margt að gera. Eða ef þú átt börn þar sem leikskólagjöldin eru rosalega há. Þeir sem eru mjög svissneskir geta líka oft verið frekar leiðinlegar týpur. Lokaðir og skilja kaldhæðni alls ekki en sem betur fer hættir maður svo bara að taka eftir því eftir einhvern tíma. Það er svo mikið af góðu fólki hérna á móti. View this post on Instagram A post shared by ALEXANDRA (@abbxtheworld) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands nei, kannski tekur lífið mig eitthvað annað seinna, tímabundið eða ekki en ekki til Íslands.
Stökkið Íslendingar erlendis Sviss Tengdar fréttir Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00 Stökkið: „Við höfum búið saman í Vín, Aþenu, Malmö og nú Boston“ Andrea Röfn Jónasdóttir hefur verið búsett í Vínarborg, Aþenu og Malmö en á síðasta ári flutti fjölskyldan til Boston þar sem eiginmaður hennar Arnór Ingvi Traustason spilar fótbolta í MLS deildinni. 6. mars 2022 09:00 Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Stökkið: Embla Wigum getur breytt sér í álfa og avatar með 1,6 milljónir fylgjenda á Tik Tok Embla Wigum er hæfileikabúnt en efnið sem hún gefur frá sér er uppfullt af sköpunargáfu og er mikill metnaður lagður í framleiðsluna. Hún er búsett í London sem hún féll fyrir þegar hún bjó þar í hálft ár aðeins fimmtán ára gömul. 13. mars 2022 09:00
Stökkið: „Við höfum búið saman í Vín, Aþenu, Malmö og nú Boston“ Andrea Röfn Jónasdóttir hefur verið búsett í Vínarborg, Aþenu og Malmö en á síðasta ári flutti fjölskyldan til Boston þar sem eiginmaður hennar Arnór Ingvi Traustason spilar fótbolta í MLS deildinni. 6. mars 2022 09:00
Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01