Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2022 12:31 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín. Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín.
Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52
Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20