Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2022 13:12 Hvalskurður í Hvalfirði. Til stendur að hefja hvalveiðar á ný í júní. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“ Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40
Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02