Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 12:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar sér að óska eftir skýringum á því að ekkert sé að finna um uppbyggingu þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Vísir/Egill/Atli Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03