Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:35 Gal Gadot er meðal aðalleikara í myndinni sem tekin verður upp í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Vísir Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20. Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20.
Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið