Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að útvega öryggisvistun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2022 12:52 Vinakot er búsetuúrræði í Hafnarfirði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað kallað eftir því að ríkið útvegi öryggisvistun fyrir einstaklinga sem á því þurfi að halda, að sögn Rannveigar Einarsdóttir, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnasviðs. Þess í stað hafi ríkið lokað mikilvægum úrræðum. Vinakot hefur lengi kallað eftir því að skjólstæðingur sem sýnt hefur af sér ógnandi hegðun fái slíka vistun en hann beitti starfsmann grófu ofbeldi í síðustu viku. „Við hjá sveitarfélögunum höfum lengi kallað eftir samtali, og höfum verið í samtali, við ríkið um þessa þjónustu. Börn með sambærilegan vanda voru að fara inn á meðferðarheimili ríkisins hér áður en síðustu tíu árin eða svo hefur ríkið verið að loka þessum meðferðarheimilum eitt af öðru, Torfastöðum, Hvítárbakka og fleirum. Þar af leiðandi hefur þjónustan færst yfrir á sveitarfélögin,” segir Rannveig. Líkt og greint var frá í gær rannsakar lögregla nú alvarlega líkamsárás á hendur starfsmanni Vinakots í Hafnarfirði, búsetuúrræðis fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Vinakot sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öryggisvistun fyrir skjólstæðinginn en að sveitarfélagið telji sig ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Rannveig segir að fæst sveitarfélög hafi bolmagn til að sinna slíkri þjónustu. „Við erum að tala um einstaklinga sem eru með krefjandi og fjölþættan vanda og í mjög viðkvæmri stöðu. Það er ekki sveitarfélaga að sinna slíkri þjónustu,” segir hún. „Það er samdóma álit sveitarfélaganna, og ég veit ekki betur en að fulltrúar ríkisins taki undir það, að þetta er þjónusta sem á heima hjá ríki og það ætti að ræða við sveitarfélögin um þessa þjónustu og hver henni er best fyrir komið.” Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við hjá sveitarfélögunum höfum lengi kallað eftir samtali, og höfum verið í samtali, við ríkið um þessa þjónustu. Börn með sambærilegan vanda voru að fara inn á meðferðarheimili ríkisins hér áður en síðustu tíu árin eða svo hefur ríkið verið að loka þessum meðferðarheimilum eitt af öðru, Torfastöðum, Hvítárbakka og fleirum. Þar af leiðandi hefur þjónustan færst yfrir á sveitarfélögin,” segir Rannveig. Líkt og greint var frá í gær rannsakar lögregla nú alvarlega líkamsárás á hendur starfsmanni Vinakots í Hafnarfirði, búsetuúrræðis fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Vinakot sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öryggisvistun fyrir skjólstæðinginn en að sveitarfélagið telji sig ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Rannveig segir að fæst sveitarfélög hafi bolmagn til að sinna slíkri þjónustu. „Við erum að tala um einstaklinga sem eru með krefjandi og fjölþættan vanda og í mjög viðkvæmri stöðu. Það er ekki sveitarfélaga að sinna slíkri þjónustu,” segir hún. „Það er samdóma álit sveitarfélaganna, og ég veit ekki betur en að fulltrúar ríkisins taki undir það, að þetta er þjónusta sem á heima hjá ríki og það ætti að ræða við sveitarfélögin um þessa þjónustu og hver henni er best fyrir komið.”
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira