Á heimleið eftir súrrealískt gærkvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:46 Dísella gaf sér tíma til að ræða þennan merka áfanga á ferðalaginu heim í dag. Skjáskot Endalaust þakklæti er eftst í huga sópransöngkonunnar Dísellu Lárusdóttur, sem vann Grammy-verðlaun í gærkvöldi. Hún er fimmti Íslendingurinn til að vinna til verðlaunanna. Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano. Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano.
Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23
Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15