Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 15:30 Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur fá tækifæri til að koma sér á framfæri í Gautaborg. Samsett Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. „Nordic Folk Alliance kynnir með stolti tónlistarhátíð og ráðstefnu sem haldin verður í annað sinn þann 20. til 22. apríl 2022 í Gautaborg í Svíþjóð. Hátíðin er alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlist (e. ‘folk music’) og er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma saman fagaðilar og unnendur þjóðlagatónlistar og skapa vettvang fyrir rísandi stjörnur á markaðnum. Fulltrúar Íslands á Nordic Folk Alliance 2022 eru Svavar Knútur, Blood Harmony og Umbra,“ segir í tilkynningunni. „Það er frábært að fá tækifæri til að mynda og styrkja tengslanet við hin Norðurlöndin. Íslenska þjóðlagatónlistarsamfélagið hefur einmitt verið að leita að þessari tengingu til að fjölga tækifærum til samstarfs, útgáfu og tónleikaferðalaga. Það er mjög jákvætt að fá svona flottan vettvang til að tengja við Norðurlöndin sérstaklega sem eiga svo margt sameiginlegt með okkur. Ég hlakka til að kanna samstarfsmöguleikana og tækifærin sem þarna eru í boði fyrir okkur íslenska „Folk“ samfélagið,“ segir Svavar Knútur um þetta tækifæri. Svavar Knútur „Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur sem störfum í þjóðlaga- og alþýðutónlistarsenunni á Íslandi. Við fáum tækifæri til að kynna tónlist okkar fyrir fagfólki innan bransans sem starfar við að bóka hljómsveitir á hátíðir, útgáfu tónlistar, skipulagningu tónleikaferðalaga og annað slíkt. Það er ekki síst spennandi að fá tækifæri til að kynnast öðru tónlistarfólki innan norrænu þjóðlagasenunnar, því með samstarfi og sterkara tengslaneti verða möguleikarnir svo miklu fleiri, segir Ösp Eldjárn meðlimur Blood Harmony. Veitir upprennandi listafólki tækifæri Þjóðlagatónlist nær til þeirrar tónlistarstefnu sem berst manna millum í gegnum aldirnar og byggir á sagnahefð. Tónlistin er oft rödduð eða leikin á hefðbundin hljóðfæri og nýtur sín best í lifandi flutningi. Umbra byggir frumsamdar útsetningar sínar á íslenskri og evrópskri miðaldatónlist, Blood Harmony er hljómsveit úr Svarfaðardal en þau systkinin Ösp, Örn og Björk Eldjárn byggja tónlist sína á fjölskylduarfleifð. Svavar Knútur sömuleiðis byggir tónlist sína á sögu forfeðra sinna og hefur unnið sér inn dyggan alþjóðlegan fylgjendahóp með einlægum og persónulegum flutningi. Blood Harmony Á Nordic Folk Alliance má gera ráð fyrir einstökum samhljómi með flytjendum frá Norðurlöndunum, hvert með sína sögu og eigin brag. Aðra listamenn á hátíðinni má nefna Ebo Krdum frá Svíþjóð flóttamanni frá Súdan, hann syngur á átta tungumálum um réttlæti, frið, frelsi, jafnrétti, fjölbreytileika og frelsi. Hann var ‘showcase’ flytjandi á WOMEX heimstónlistarhátíðinni á síðasta ári ásamt strengjasveitinni Northern Resonance og samíska hljóðskáldinu Vassvik frá Noregi sem einnig verða á Nordic Folk Alliance hátíðinni í apríl. ÚTÓN er einn skipuleggjenda hátíðarinnar sem hluti af NOMEX, samstarfsvettvangs útflutningsskrifstofa á Norðurlöndum. Dómnefnd velur flytjendur á Nordic Folk Alliance hefur það fyrir augum að veita upprennandi listafólki tækifæri, en einnig til að bjóða hlustendum upp á framúrskarandi þjóðlagatónlist. UMBRA Metnaðarfullur vettvangur „ÚTÓN vinnur stöðugt að því að finna tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk til að skapa sér feril á erlendri grundu. Undanfarið höfum við fundið fyrir vaxandi áhuga á því að vinna með Norðurlöndunum nánar frá bæði tónlistarfólki og fagaðilum í tónlist. Því er einstaklega ánægjulegt að geta boðið upp á þátttöku á jafn metnaðarfullum vettvangi og Nordic Folk Alliance, en það er margt mjög skemmtilegt í gangi innan ‘folk’ senunar um þessar mundir,“ segir Hrefna Helgadóttir hjá ÚTÓN. Flytjendur á Nordic Music Alliance árið 2022 verða: Blood Harmony (IS), Frigg (FI), Klingra (DK), La Riipa Group (FI), Pauanne (FI), Désirée Saarela & Triskel (FI), Umbra (IS), Svavar Knútur (IS), Johanna-Adele Jüssi (NO), Stampestuen (NO), Vassvik (NO), Sarah-Jane Summers & Juhani Silvola (NO), Stundom (DK), Víík (DK), Ebo Krdum (SE), Mirja Kippel (DK), Lena Jonsson Trio (SE), Gangarstubbsutta (NO), Symbio (SE) og Northern Resonance (SE). Tónlist Svíþjóð Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. „Nordic Folk Alliance kynnir með stolti tónlistarhátíð og ráðstefnu sem haldin verður í annað sinn þann 20. til 22. apríl 2022 í Gautaborg í Svíþjóð. Hátíðin er alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlist (e. ‘folk music’) og er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma saman fagaðilar og unnendur þjóðlagatónlistar og skapa vettvang fyrir rísandi stjörnur á markaðnum. Fulltrúar Íslands á Nordic Folk Alliance 2022 eru Svavar Knútur, Blood Harmony og Umbra,“ segir í tilkynningunni. „Það er frábært að fá tækifæri til að mynda og styrkja tengslanet við hin Norðurlöndin. Íslenska þjóðlagatónlistarsamfélagið hefur einmitt verið að leita að þessari tengingu til að fjölga tækifærum til samstarfs, útgáfu og tónleikaferðalaga. Það er mjög jákvætt að fá svona flottan vettvang til að tengja við Norðurlöndin sérstaklega sem eiga svo margt sameiginlegt með okkur. Ég hlakka til að kanna samstarfsmöguleikana og tækifærin sem þarna eru í boði fyrir okkur íslenska „Folk“ samfélagið,“ segir Svavar Knútur um þetta tækifæri. Svavar Knútur „Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur sem störfum í þjóðlaga- og alþýðutónlistarsenunni á Íslandi. Við fáum tækifæri til að kynna tónlist okkar fyrir fagfólki innan bransans sem starfar við að bóka hljómsveitir á hátíðir, útgáfu tónlistar, skipulagningu tónleikaferðalaga og annað slíkt. Það er ekki síst spennandi að fá tækifæri til að kynnast öðru tónlistarfólki innan norrænu þjóðlagasenunnar, því með samstarfi og sterkara tengslaneti verða möguleikarnir svo miklu fleiri, segir Ösp Eldjárn meðlimur Blood Harmony. Veitir upprennandi listafólki tækifæri Þjóðlagatónlist nær til þeirrar tónlistarstefnu sem berst manna millum í gegnum aldirnar og byggir á sagnahefð. Tónlistin er oft rödduð eða leikin á hefðbundin hljóðfæri og nýtur sín best í lifandi flutningi. Umbra byggir frumsamdar útsetningar sínar á íslenskri og evrópskri miðaldatónlist, Blood Harmony er hljómsveit úr Svarfaðardal en þau systkinin Ösp, Örn og Björk Eldjárn byggja tónlist sína á fjölskylduarfleifð. Svavar Knútur sömuleiðis byggir tónlist sína á sögu forfeðra sinna og hefur unnið sér inn dyggan alþjóðlegan fylgjendahóp með einlægum og persónulegum flutningi. Blood Harmony Á Nordic Folk Alliance má gera ráð fyrir einstökum samhljómi með flytjendum frá Norðurlöndunum, hvert með sína sögu og eigin brag. Aðra listamenn á hátíðinni má nefna Ebo Krdum frá Svíþjóð flóttamanni frá Súdan, hann syngur á átta tungumálum um réttlæti, frið, frelsi, jafnrétti, fjölbreytileika og frelsi. Hann var ‘showcase’ flytjandi á WOMEX heimstónlistarhátíðinni á síðasta ári ásamt strengjasveitinni Northern Resonance og samíska hljóðskáldinu Vassvik frá Noregi sem einnig verða á Nordic Folk Alliance hátíðinni í apríl. ÚTÓN er einn skipuleggjenda hátíðarinnar sem hluti af NOMEX, samstarfsvettvangs útflutningsskrifstofa á Norðurlöndum. Dómnefnd velur flytjendur á Nordic Folk Alliance hefur það fyrir augum að veita upprennandi listafólki tækifæri, en einnig til að bjóða hlustendum upp á framúrskarandi þjóðlagatónlist. UMBRA Metnaðarfullur vettvangur „ÚTÓN vinnur stöðugt að því að finna tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk til að skapa sér feril á erlendri grundu. Undanfarið höfum við fundið fyrir vaxandi áhuga á því að vinna með Norðurlöndunum nánar frá bæði tónlistarfólki og fagaðilum í tónlist. Því er einstaklega ánægjulegt að geta boðið upp á þátttöku á jafn metnaðarfullum vettvangi og Nordic Folk Alliance, en það er margt mjög skemmtilegt í gangi innan ‘folk’ senunar um þessar mundir,“ segir Hrefna Helgadóttir hjá ÚTÓN. Flytjendur á Nordic Music Alliance árið 2022 verða: Blood Harmony (IS), Frigg (FI), Klingra (DK), La Riipa Group (FI), Pauanne (FI), Désirée Saarela & Triskel (FI), Umbra (IS), Svavar Knútur (IS), Johanna-Adele Jüssi (NO), Stampestuen (NO), Vassvik (NO), Sarah-Jane Summers & Juhani Silvola (NO), Stundom (DK), Víík (DK), Ebo Krdum (SE), Mirja Kippel (DK), Lena Jonsson Trio (SE), Gangarstubbsutta (NO), Symbio (SE) og Northern Resonance (SE).
Tónlist Svíþjóð Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira