Framboðslisti flokksins fyrir komandi kosningar hefur verið samþykktur af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi. Fram kemur í fréttatilkynningu að framboðslistinn sýni bæði breidd og styrk flokksins í Kópavogi, sem sé framúrskarandi sveitarfélag og flokkurinn ætli að sjá til að verði áfram.
Haft er eftir Ásdísi í tilkynningunni að lögð verði áhersla á skilvirkan rekstur, lágar álögur, framúrskarandi þjónustu, framsækna skóla og greiðar samgöngur fyrir bæjarbúa.
Hér að neðan má sjá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í heild sinni.
- Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur
- Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og framleiðslustjóri
- Andri Steinn Hilmarsson, varabæjarfulltrúi og aðstoðarmaður þingflokks
- Hannes Steindórsson, fasteignasali
- Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri
- Hanna Carla Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
- Sigvaldi Egill Lárusson, fjármála- og rekstrarstjóri
- Bergur Þorri Benjamínsson, starfsmaður þingflokks
- Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri
- Hermann Ármannsson, stuðningsfulltrúi
- Axel Þór Eysteinsson, framkvæmdastjóri
- Tinna Rán Sverrisdóttir, lögfræðingur
- Rúnar Ívarsson, markaðsfulltrúi
- Sólveig Pétursdóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra og forseti Alþingis
- Kristín Amy Dyer, forstjóri
- Sveinbjörn Sveinbjörnsson, lögmaður
- Sunna Guðmundsdóttir, forstöðumaður
- Jón Finnbogason, útlánastjóri
- Unnur B Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands
- Gunnsteinn Sigurðsson, fyrrv. Skólastjóri
- Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar
- Ármann kr Ólafsson, bæjarstjóri