Tíu ára draumur varð að veruleika Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. apríl 2022 07:31 Íbúarnir sex eru allir vinir og hafa sumir hverjir verið það síðan í leikskóla. Hvert og eitt þeirra hefur nú sína íbúð en þær tengjst allar og því auðvelt fyrir þau að heimsækja hvort annað. Vísir/Egill Íbúar í Stuðlaskarði nýs íbúðakjarna fyrir fatlaða í Hafnarfirði fögnuðu því í gær að hafa eignast nýtt heimili. Um mikil tímamót er að ræða fyrir hópinn. Allir sex íbúarnir eru vinir og voru að flytja úr foreldrahúsum. Íbúarnir eru á aldrinum 28 til 32 ára og eru allir með Downs-heilkenni. Um er að ræða sex nýjar tveggja herbergja íbúðir. Íbúðakjarninn er einstakur að því leyti að hann verður í eigu íbúanna sjálfra sem er ólíkt því sem áður hefur sést hér á landi. Hugmyndin að þessu búsetuúrræði vinanna á sér tíu ára sögu og má í raun rekja til samtals á milli foreldra íbúa í hópnum þegar þeir hittust í Fjarðarkaupum. Á þeim tímapunkti voru vinirnir allir um tvítugt og foreldrar þeirra farnir að huga að framtíðarhúsnæði fyrir þá. Biðlistar eftir búsetuúrræði sem þessu eru jafnan langir og erfitt að tryggja að vinir geti búið saman. Því ákváðu foreldrarnir að fara þá leið að stofna sérstakt félag sem stóð að gerð íbúðakjarnans. Daníel Þorbjörnsson einn íbúanna skemmti sér vel í innflutningspartýinu sem haldið var í gær. Hann hefur nú komið sér vel fyrir í íbúðinni sinni og segir að sér líði vel þar. „Þau sex sem búa í íbúðunum eru miklir vinir og hafa sum hver verið síðan á leikskóla. Þau hafa því mikinn stuðning hvert frá öðru. Þá eru fjögur þeirra úr Hafnarfirði,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðukona Stuðlaskarðs. Völdu starfsfólkið sjálf Mikil áhersla er lögð á sjálfsákvörðunar rétt allra íbúanna og koma þeir til með að sitja í stjórn félagsins. Þá komu íbúarnir að ráðningu starfsfólksins en starfsmannahópurinn er nokkuð stór eða tuttugu manns. Það var byggingarsjóður Þroskahjálpar sem byggði húsið en íbúarnir leigja það. Íbúðakjarninn er rekinn með stuðningi frá Hafnarfjarðarbæ en rekstrarsamningur er við bæinn. Margir sem komið hafa að verkefninu lögðu leið sína í innflutningspartýið í gær en dagurinn var sérstaklega stór fyrir vinina sex og foreldra þeirra. „Virkilega gleðilegt að sjá tíu ára draum bara verða að veruleika. Geta sleppt hendinni af stráknum í öruggt og bara spennandi umhverfi,“ segir Indriði Björnsson faðir eins íbúans og stjórnarformaður Vinabæjar sem á og rekur Stuðlaskarð. Um er að ræða nýtt hús í Hafnarfirði en hver og einn íbúi á sína íbúð og er með aðgang að litlum garði.Vísir/Egill Indriði segir miklu máli skipta að íbúarnir sjálfir hafi mikið að segja um starfsemina. „Félagið sjálft kemur til með að verða í eigu íbúanna sjálfra. Þannig að þeir koma til með að ráða og hafa áhrif á þjónustuna og hvað verður gert og áherslur og svo framvegis.“ Íbúarnir fluttu inn fyrir skömmu og hefur hver og einn þeirra innréttað sína íbúð á sinn hátt. „Þetta hefur bara farið alveg ofboðslega vel af stað. Við erum með öflugt starfsfólk. Frábæra íbúa og höfum verið að vinna þetta í samvinnu með hérna sjálfsákvörðunarrétt að leiðarljósi og sjálfstæði. Þannig að hér erum við bara mjög ánægð með alla þessa sögu í rauninni og hvernig þetta gengur,“ segir Margrét Vala. Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Um er að ræða sex nýjar tveggja herbergja íbúðir. Íbúðakjarninn er einstakur að því leyti að hann verður í eigu íbúanna sjálfra sem er ólíkt því sem áður hefur sést hér á landi. Hugmyndin að þessu búsetuúrræði vinanna á sér tíu ára sögu og má í raun rekja til samtals á milli foreldra íbúa í hópnum þegar þeir hittust í Fjarðarkaupum. Á þeim tímapunkti voru vinirnir allir um tvítugt og foreldrar þeirra farnir að huga að framtíðarhúsnæði fyrir þá. Biðlistar eftir búsetuúrræði sem þessu eru jafnan langir og erfitt að tryggja að vinir geti búið saman. Því ákváðu foreldrarnir að fara þá leið að stofna sérstakt félag sem stóð að gerð íbúðakjarnans. Daníel Þorbjörnsson einn íbúanna skemmti sér vel í innflutningspartýinu sem haldið var í gær. Hann hefur nú komið sér vel fyrir í íbúðinni sinni og segir að sér líði vel þar. „Þau sex sem búa í íbúðunum eru miklir vinir og hafa sum hver verið síðan á leikskóla. Þau hafa því mikinn stuðning hvert frá öðru. Þá eru fjögur þeirra úr Hafnarfirði,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðukona Stuðlaskarðs. Völdu starfsfólkið sjálf Mikil áhersla er lögð á sjálfsákvörðunar rétt allra íbúanna og koma þeir til með að sitja í stjórn félagsins. Þá komu íbúarnir að ráðningu starfsfólksins en starfsmannahópurinn er nokkuð stór eða tuttugu manns. Það var byggingarsjóður Þroskahjálpar sem byggði húsið en íbúarnir leigja það. Íbúðakjarninn er rekinn með stuðningi frá Hafnarfjarðarbæ en rekstrarsamningur er við bæinn. Margir sem komið hafa að verkefninu lögðu leið sína í innflutningspartýið í gær en dagurinn var sérstaklega stór fyrir vinina sex og foreldra þeirra. „Virkilega gleðilegt að sjá tíu ára draum bara verða að veruleika. Geta sleppt hendinni af stráknum í öruggt og bara spennandi umhverfi,“ segir Indriði Björnsson faðir eins íbúans og stjórnarformaður Vinabæjar sem á og rekur Stuðlaskarð. Um er að ræða nýtt hús í Hafnarfirði en hver og einn íbúi á sína íbúð og er með aðgang að litlum garði.Vísir/Egill Indriði segir miklu máli skipta að íbúarnir sjálfir hafi mikið að segja um starfsemina. „Félagið sjálft kemur til með að verða í eigu íbúanna sjálfra. Þannig að þeir koma til með að ráða og hafa áhrif á þjónustuna og hvað verður gert og áherslur og svo framvegis.“ Íbúarnir fluttu inn fyrir skömmu og hefur hver og einn þeirra innréttað sína íbúð á sinn hátt. „Þetta hefur bara farið alveg ofboðslega vel af stað. Við erum með öflugt starfsfólk. Frábæra íbúa og höfum verið að vinna þetta í samvinnu með hérna sjálfsákvörðunarrétt að leiðarljósi og sjálfstæði. Þannig að hér erum við bara mjög ánægð með alla þessa sögu í rauninni og hvernig þetta gengur,“ segir Margrét Vala.
Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira