Vakna alltaf miður mín Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2022 10:30 Tyrfingur er 35 ára leikskáld sem hefur afrekað mikið þrátt fyrir ungan aldur. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. Hann býr í Amsterdam og segist elska rólega lífið þar en er staddur á Íslandi um þessar mundir og við náðum honum í morgunkaffi nú á dögunum en hann vaknar snemma, grípur daginn og fær sér einn góðan kaffi. „Það er svolítið að færast í aukanna að ég vakna klukkan sex á morgnanna og þá er maður líka kominn á koddann ansi snemma,“ segir Tyrfingur við Evu Laufey í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrja á því að fá mér kaffi og ég vakna alltaf miður mín og hugsa, nei mér lýst ekkert á þetta. Fyrsti klukkutíminn fer í það að ég tala mig inn á það að byrja á einum kaffi og svo bara tökum við stöðuna og ég þarf að semja við sjálfan mig í alveg góðan klukkutíma og svo hægt og rólega fer ég í gang,“ segir Tyrfingur sem frumsýndi verkið Sjö ævintýri um skömm á dögunum. Farin af hjörunum „Við ferðumst inn í höfuðið að Öglu sem er lögreglukona sem er í rauninni algjörlega farin af hjörunum. Agla á mjög skrautlega fjölskyldu sem til að mynda var á fullu að taka þátt í Lúkasarmálinu og Kanamellum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Tyrfingur en þegar hann talar um Kanamellu þá er það í raun tilvísun í ömmu hans sem er fallin frá. En sú kona talaði alltaf um sjálfan sig sem Kanamellu og útskýrir Tyrfingur þá sögu vel í innslaginu. Hann segir að verkið sé byggt á sannsögulegum sögum og viðtölum við fólk. „Þegar kemur að leikverkum þá finnst mér þetta eini staðurinn sem ég nýtist almennilega. Ég er svona allt í lagi sonur, ágætur frændi, meðal maki og jafnvel aðeins fyrir neðan og kannski meðal þegn. Þarna næ ég að gera eitthvað vel og því verð ég að reyna halda því áfram.“ Tyrfingur segir frá næsta verki. „Ég er að vinna að verki fyrir Þjóðleikhúsið sem er mjög spennandi ég og ætla búa til úr svona þremur mismunandi heimilum og þú gengur til að mynda bara beint inn í svefnherbergi fólks, mjög innilegt og skemmtilegt verk. Svo er ég að vinna í verki sem heitir kvöldstund með Heiðari Snyrti. Við erum miklir vinir og ég hef farið í litgreiningu hjá honum og ég er vor,“ segir Tyrfingur að lokum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Leikhús Menning Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Hann býr í Amsterdam og segist elska rólega lífið þar en er staddur á Íslandi um þessar mundir og við náðum honum í morgunkaffi nú á dögunum en hann vaknar snemma, grípur daginn og fær sér einn góðan kaffi. „Það er svolítið að færast í aukanna að ég vakna klukkan sex á morgnanna og þá er maður líka kominn á koddann ansi snemma,“ segir Tyrfingur við Evu Laufey í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrja á því að fá mér kaffi og ég vakna alltaf miður mín og hugsa, nei mér lýst ekkert á þetta. Fyrsti klukkutíminn fer í það að ég tala mig inn á það að byrja á einum kaffi og svo bara tökum við stöðuna og ég þarf að semja við sjálfan mig í alveg góðan klukkutíma og svo hægt og rólega fer ég í gang,“ segir Tyrfingur sem frumsýndi verkið Sjö ævintýri um skömm á dögunum. Farin af hjörunum „Við ferðumst inn í höfuðið að Öglu sem er lögreglukona sem er í rauninni algjörlega farin af hjörunum. Agla á mjög skrautlega fjölskyldu sem til að mynda var á fullu að taka þátt í Lúkasarmálinu og Kanamellum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Tyrfingur en þegar hann talar um Kanamellu þá er það í raun tilvísun í ömmu hans sem er fallin frá. En sú kona talaði alltaf um sjálfan sig sem Kanamellu og útskýrir Tyrfingur þá sögu vel í innslaginu. Hann segir að verkið sé byggt á sannsögulegum sögum og viðtölum við fólk. „Þegar kemur að leikverkum þá finnst mér þetta eini staðurinn sem ég nýtist almennilega. Ég er svona allt í lagi sonur, ágætur frændi, meðal maki og jafnvel aðeins fyrir neðan og kannski meðal þegn. Þarna næ ég að gera eitthvað vel og því verð ég að reyna halda því áfram.“ Tyrfingur segir frá næsta verki. „Ég er að vinna að verki fyrir Þjóðleikhúsið sem er mjög spennandi ég og ætla búa til úr svona þremur mismunandi heimilum og þú gengur til að mynda bara beint inn í svefnherbergi fólks, mjög innilegt og skemmtilegt verk. Svo er ég að vinna í verki sem heitir kvöldstund með Heiðari Snyrti. Við erum miklir vinir og ég hef farið í litgreiningu hjá honum og ég er vor,“ segir Tyrfingur að lokum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Leikhús Menning Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira