Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. apríl 2022 23:19 Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala, segir aðstæður þar óviðundandi. Vísir/Vilhelm Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna. Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna.
Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05
Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35