„Hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 12:00 Tiger Woods er aftur mættur á Masters og lék vel á fyrsta hring þrátt fyrir að eiga erfitt með gang. Getty/Andrew Redington Tiger Woods segir að það sé erfitt fyrir sig að ganga um Augusta-golfvöllinn vegna bílslyssins alvarlega sem hann lenti í fyrir. Hann lék þó vel á fyrsta hring Masters-mótsins í gær. Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Sjá meira
Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Sjá meira