Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samráði við trúnaðarmenn starfsmanna sé lokið og þau komist að samkomulagi um að starfsmenn megi til dæmis fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18
Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11