Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningum sem fóru fram hjá Eflingu í febrúar. Stöð 2/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. Við hópuppsagnir er lögbundið að gera samkomulag við trúnaðarmenn starfsfólksins. Það var gert í gær í tengslum við 57 manna uppsögn á skrifstofu Eflingar. „Sem betur fer þá skilaði það já ásættanlegri niðurstöðu þar sem tekið var tillit til þeirra athugasemda sem hægt var að koma til móts við. Og það var alltaf tilgangurinn,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Hún var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vildu þeir ekkert stöðva að það kæmi til þessarar hópuppsagnar? „Þú verður að fá frá þeim þeirra hugmyndir og sýn á það hvað þau ætluðu sér að ná fram. En tilgangurinn með samræðunni var aldrei að bjóða upp á að þetta yrði stöðvað, enda var stjórn búin að samþykkja að farið yrði í þessar skipulagsbreytingar.“ Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu, er harðorð í garð formannsins á Facebook, þar sem hún skrifar að vanvirðingin við starfsfólkið sé fordæmalaus. Hún hafi í veikindaleyfi sínu fengið uppsagnarbréf klukkan tvö í nótt. Sólveig segir að bréfin hafi verið send að loknu samráðinu - þar skipti ekki höfuðmáli klukkan hvað þau berist. Samkomulagið felur í sér að allir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest Starfsfólkið hjá Eflingu, þau eru líka flest sjálf hjá Eflingu sem starfsfólk, eru þau ekki í óþægilegri stöðu ef þau vilja leita réttar síns? „Að sjálfsögðu verða öll réttindi virt að öllu leyti. Og það er satt best að segja fráleitt að einhverjum detti eitthvað annað í hug.“ Og geta þau notað lögfræðing Eflingar til að sækja eigið mál? „Það mun bara koma í ljós hvernig fólk telur best að fara fram með það, ég tel ekki að það verði nein ástæða fyrir neinar lögsóknir.“ Öll sú gagnrýni sem þið hafið mætt fyrir þessa ákvörðun, telurðu að hún sé að einhverju leyti réttlætanleg eða bara eintómar árásir? „Ég tel að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé ómálefnaleg og mér finnst náttúrulega ótrúlegt að fylgjast með framgöngu háttsettra aðila innan hreyfingar vinnandi fólks í gær, eins og til dæmis forseta Alþýðusambandsins.“ Þar vísar Sólveig Anna Jónsdóttir til ummæla Drífu Snædal og Sólveig bætir því við, að traust hennar til forystu Alþýðusambandsins hafi nú alveg gufað upp. Í greinargerð til stjórnar um hópuppsögnina kemur fram að þegar fólk verður komið aftur til starfa verði starfskjörin breytt; þau missa fasta yfirvinnu, ókeypis hádegismat og eftirvinna komi í stað yfirvinnu þegar skipulögð verkefni eru unnin utan dagvinnutíma. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Við hópuppsagnir er lögbundið að gera samkomulag við trúnaðarmenn starfsfólksins. Það var gert í gær í tengslum við 57 manna uppsögn á skrifstofu Eflingar. „Sem betur fer þá skilaði það já ásættanlegri niðurstöðu þar sem tekið var tillit til þeirra athugasemda sem hægt var að koma til móts við. Og það var alltaf tilgangurinn,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Hún var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vildu þeir ekkert stöðva að það kæmi til þessarar hópuppsagnar? „Þú verður að fá frá þeim þeirra hugmyndir og sýn á það hvað þau ætluðu sér að ná fram. En tilgangurinn með samræðunni var aldrei að bjóða upp á að þetta yrði stöðvað, enda var stjórn búin að samþykkja að farið yrði í þessar skipulagsbreytingar.“ Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu, er harðorð í garð formannsins á Facebook, þar sem hún skrifar að vanvirðingin við starfsfólkið sé fordæmalaus. Hún hafi í veikindaleyfi sínu fengið uppsagnarbréf klukkan tvö í nótt. Sólveig segir að bréfin hafi verið send að loknu samráðinu - þar skipti ekki höfuðmáli klukkan hvað þau berist. Samkomulagið felur í sér að allir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest Starfsfólkið hjá Eflingu, þau eru líka flest sjálf hjá Eflingu sem starfsfólk, eru þau ekki í óþægilegri stöðu ef þau vilja leita réttar síns? „Að sjálfsögðu verða öll réttindi virt að öllu leyti. Og það er satt best að segja fráleitt að einhverjum detti eitthvað annað í hug.“ Og geta þau notað lögfræðing Eflingar til að sækja eigið mál? „Það mun bara koma í ljós hvernig fólk telur best að fara fram með það, ég tel ekki að það verði nein ástæða fyrir neinar lögsóknir.“ Öll sú gagnrýni sem þið hafið mætt fyrir þessa ákvörðun, telurðu að hún sé að einhverju leyti réttlætanleg eða bara eintómar árásir? „Ég tel að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé ómálefnaleg og mér finnst náttúrulega ótrúlegt að fylgjast með framgöngu háttsettra aðila innan hreyfingar vinnandi fólks í gær, eins og til dæmis forseta Alþýðusambandsins.“ Þar vísar Sólveig Anna Jónsdóttir til ummæla Drífu Snædal og Sólveig bætir því við, að traust hennar til forystu Alþýðusambandsins hafi nú alveg gufað upp. Í greinargerð til stjórnar um hópuppsögnina kemur fram að þegar fólk verður komið aftur til starfa verði starfskjörin breytt; þau missa fasta yfirvinnu, ókeypis hádegismat og eftirvinna komi í stað yfirvinnu þegar skipulögð verkefni eru unnin utan dagvinnutíma.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00