Sænski varnarmaðurinn Pontus Lindgren hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR.
Hann er 22 ára gamall og kemur til liðsins frá IF Sylvia í heimalandi sínu en að því er fram kemur í tilkynningu KR er Sylvia venslalið sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem hefur fjölmörg tengsl við KR og fleiri íslensk lið.
Lindgren þessi æfði með KR í æfingaferð liðsins á Spáni á dögunum og er nú genginn í raðir félagsins.
KR hefur leik í Bestu deildinni á miðvikudag þegar þeir heimsækja nýliða Fram.
Meistaraflokkur karla fær liðsstyrk.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 15, 2022
Pontus Lindgren hefur gert tveggja ára samning við KR. https://t.co/jCQ8Os6tlJ