Ofvaxnir skyndibitar og sælgætisskúlptúrar Tinnu á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2022 20:46 Tinna er hress og skemmtilegur listamaður á Akranesi, sem er að gera frábæra hluti með verkum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ofvaxnir skyndibitar, sælgætisskúlptúrar, pínulitlir og risa Royal búðingar, svo ekki sé minnst á Hubba Bubba og bláan ópal, eru meðal verka hjá listakonu, sem eru til sýnis á Akranesi. Sjón er sögu ríkari. Maður verður eiginlega kjaftstopp þegar maður heimsækir Tinnu Royal í vinnu og sýningarrýmið hennar við Ægisbraut 30 á Akranesi. Andlitsmyndir út um allt, sem hún hefur málað, risa hamborgari og pizzur, allskonar sælgæti og jólatréð hennar með allskonar sælgætisskrauti, eins og bláum opal, æðisbitum og Royal búðingum, ásamt grænum baunum svo eitthvað sé nefnt. „Ég er bara að láta mína drauma rætast, alla vitleysuna, sem mér dettur í hug og búa það til,“ segir Tinna hlægjandi. Jólatréð hennar vekur sérstaka athygli. „Já, þetta eru allt jólakúlur, sem ég hef verið að búa til, aðallega fyrir mig en svo vilja fleiri fá, þannig að ég er farin að framleiða jólakúlur. Og maður þarf alltaf að byrja snemma því þeir, sem eru að vinna í jólunum þurfa alltaf að byrja á miðju ári, eða í apríl,“ segir Tinna. Jólatréð hjá Tinnu er frumlegt og fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru margir, sem sakna bláa opalsins en Tinna er með hann. „Já, já, það er endalaust hægt að fá bláan opal hjá mér, djók, ég veit það ekki, þú þarft allavega ekki að slást um hann lengur á safnarasíðum, þú getur fengið hann hjá mér.“ Tinna hefur líka mikinn áhuga á öllu, sem tengist Royal búðingum. „Upprunalega ástæðan fyrir því að ég heiti Royal er hér fyrir framan mig eða á trénu, ég er búin að setja allar sortir á tréð,“ bætir hún hlægjandi við. Umbúðirnar af Bláum opal vekja alltaf mikla athygli hjá Tinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segist fá heilmikla athygli á verkin sín. „Já, já, en ég er samt ekkert mikið að troða mér á aðra, fólk finnur mig. Það er rosalega gott að vera listamaður á Akranesi, komið bara í heimsókn, ég hlakka til að sjá ykkur,“ segir Tinna. Hér er heimasíða Tinnu þar sem má sjá hvað hún er að fást við á Akranesi Tinna fær alltaf mikla athygli á verkin sín þó hún sé ekkert að trana sér sérstaklega fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Myndlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Maður verður eiginlega kjaftstopp þegar maður heimsækir Tinnu Royal í vinnu og sýningarrýmið hennar við Ægisbraut 30 á Akranesi. Andlitsmyndir út um allt, sem hún hefur málað, risa hamborgari og pizzur, allskonar sælgæti og jólatréð hennar með allskonar sælgætisskrauti, eins og bláum opal, æðisbitum og Royal búðingum, ásamt grænum baunum svo eitthvað sé nefnt. „Ég er bara að láta mína drauma rætast, alla vitleysuna, sem mér dettur í hug og búa það til,“ segir Tinna hlægjandi. Jólatréð hennar vekur sérstaka athygli. „Já, þetta eru allt jólakúlur, sem ég hef verið að búa til, aðallega fyrir mig en svo vilja fleiri fá, þannig að ég er farin að framleiða jólakúlur. Og maður þarf alltaf að byrja snemma því þeir, sem eru að vinna í jólunum þurfa alltaf að byrja á miðju ári, eða í apríl,“ segir Tinna. Jólatréð hjá Tinnu er frumlegt og fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru margir, sem sakna bláa opalsins en Tinna er með hann. „Já, já, það er endalaust hægt að fá bláan opal hjá mér, djók, ég veit það ekki, þú þarft allavega ekki að slást um hann lengur á safnarasíðum, þú getur fengið hann hjá mér.“ Tinna hefur líka mikinn áhuga á öllu, sem tengist Royal búðingum. „Upprunalega ástæðan fyrir því að ég heiti Royal er hér fyrir framan mig eða á trénu, ég er búin að setja allar sortir á tréð,“ bætir hún hlægjandi við. Umbúðirnar af Bláum opal vekja alltaf mikla athygli hjá Tinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segist fá heilmikla athygli á verkin sín. „Já, já, en ég er samt ekkert mikið að troða mér á aðra, fólk finnur mig. Það er rosalega gott að vera listamaður á Akranesi, komið bara í heimsókn, ég hlakka til að sjá ykkur,“ segir Tinna. Hér er heimasíða Tinnu þar sem má sjá hvað hún er að fást við á Akranesi Tinna fær alltaf mikla athygli á verkin sín þó hún sé ekkert að trana sér sérstaklega fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Myndlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira