Mercedes-Benz keyrði Vision EQXX yfir 1000 km á einni hleðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. apríl 2022 07:01 Mercedes-Benz EQXX hugmyndabíll. Mercedes-Benz hefur nú ekið hugmyndabíl sínum, Vision EQXX yfir eitt þúsund kílómetra á einni hleðslu og átti bíllinn um 140 kílómetra eftir af drægni þegar 1000 kílómetra múrinn var rofinn. Mercedes-Benz hefur haft það að markmiði að framleiða skilvirkasta rafbílinn og þann rafbíl sem hefur mesta drægni. Nýjasta tilraunin, MissionXX er hugsuð til þess að sanna að framleiðandinn geti smíðað stallbak með muni fara næstum tvisvar sinnum lengra en Tesla Model 3 í Long Range útgáfu á einni hleðslu með sömu stærð af rafhlöðu. Myndband af YouTube-rásinni CarWow. Mercedes hefur ekki látið uppi hversu stór rafhlaða er í Vision EQXX en hefur þó sagt að hann sé með um 100 kWh af nýtanlegri orku. Samkvæmt Mercedes var 1000 km múrinn rofinn í venjulegri umferð á hefðbundnum vegum. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Bíllinn var hannaður með skilvirkni í huga frá upphafi. Hann er talsvert betur hannaður með tilliti til loftflæðis en aðrir bílar á markaðnum í dag. Loftmóttstöðustuðull VisionEQXX er 0,17 sem er talsvert betra en það næst besta, sem eru Mercedes EQS og Tesla Model S sem eru með 0,20. Vistvænir bílar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Mercedes-Benz hefur haft það að markmiði að framleiða skilvirkasta rafbílinn og þann rafbíl sem hefur mesta drægni. Nýjasta tilraunin, MissionXX er hugsuð til þess að sanna að framleiðandinn geti smíðað stallbak með muni fara næstum tvisvar sinnum lengra en Tesla Model 3 í Long Range útgáfu á einni hleðslu með sömu stærð af rafhlöðu. Myndband af YouTube-rásinni CarWow. Mercedes hefur ekki látið uppi hversu stór rafhlaða er í Vision EQXX en hefur þó sagt að hann sé með um 100 kWh af nýtanlegri orku. Samkvæmt Mercedes var 1000 km múrinn rofinn í venjulegri umferð á hefðbundnum vegum. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Bíllinn var hannaður með skilvirkni í huga frá upphafi. Hann er talsvert betur hannaður með tilliti til loftflæðis en aðrir bílar á markaðnum í dag. Loftmóttstöðustuðull VisionEQXX er 0,17 sem er talsvert betra en það næst besta, sem eru Mercedes EQS og Tesla Model S sem eru með 0,20.
Vistvænir bílar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent