Albumm

„Heilbrigðiskerfið hunsar okkur“

Steinar Fjeldsted skrifar

Tónlistarmaðurinn Orðljótur var að senda frá sér lagið Bylting.

Lagið fjallar um heilbrigðiskerfið hér á landi og hvað það er í miklu rugli. Endalausir biðlistar, Fólk kemst ekki á nauðsynleg lyf eða eru hreinlega hunsuð.

„Ég kenni ekki heilbrigðisstarfsfólki um heldur stjórnvöldum. Þeim er nokk sama um okkur og svo ætla ég bara að láta tónlistina tala fyrir sig” – segir Orðljótur að lokum.

Kappinn vinnur nú hörðum höndum að hljómplötu sem kemur út í lok árs.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.








×