Tónlist

Skepta heldur tón­­leika á Ís­landi í sumar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Skepta kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015 fyrir troðfullt Listasafn Reykjavíkur. 
Skepta kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015 fyrir troðfullt Listasafn Reykjavíkur.  getty/Joseph Okpako/WireImage

Einn stærsti tón­listar­maður Bret­lands, rapparinn Skepta, er væntan­legur til landsins til að halda sínu fyrstu sól­ótó­leika á Ís­landi. Hann er ein stærsta stjarna rapp­heimsins sem hefur haldið tón­leika á Ís­landi.

Skepta er einn af helstu frum­kvöðlum hinnar svo­kölluðu grime-tón­lista­stefnu sem er ein­kennandi fyrir Bret­land.

Hún hefur náð sí­fellt meiri vin­sældum með árunum og er ó­hætt að segja að Skepta hafi á undan­förnum árum stimplað sig inn sem vin­sælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tón­listar­mönnum Bret­lands. Al­mennt er litið á hann sem konung bresku rapp­senunnar.

„Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir land­steina Bret­lands og gerir það gott,“ segir Snorri Ást­ráðs­son einn þeirra sem heldur utan um tón­leikana en það er við­burða­fyrir­tækið Garcia E­vents sem stendur fyrir þeim.

Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma

Skepta kom fram á Iceland Airwa­ves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sól­ó­tón­leika á Ís­landi. Þeir verða haldnir í Voda­fonehöllinni þann 1. júlí næst­komandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. 

Skepta á sér stóran að­dá­enda­hóp meðal yngri kyn­slóðarinnar á Ís­landi sem má lík­lega að ein­hverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwa­ves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shut­down, It Ain't Safe og That's not me, svo fá­ein séu nefnd.

Einnig hefur hann komið fram á plötum ein­hverra stærstu tón­listar­manna heims, til dæmis með eftir­minni­legu lagi á einni plötu Dra­ke, sem hefur verið vin­sælasti tón­listar­maður heims um skeið.

„Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmti­stöðum Reykja­víkur og í dag­legu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan að­dá­enda­hóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tón­listar­maður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Vals­höllina 1. júlí,“ segir Snorri.

Og nú kemur Skepta aftur til Ís­lands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tón­leika.

„Það má segja að þetta sé jú vissu­lega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Ís­lands að spila. Alla­vega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri.

Já, tví­mæla­laust einn stærsti rappari sem hefur haldið tón­leika hér á landi í mörg ár og ó­hætt að gera ráð fyrir að ís­lensk ung­menni gleðjist mjög yfir því tæki­færi að sjá hann flytja lög sín með eigin augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×