Oddvitaáskorunin: Reyndi að hlaupa upp rúllustiga í Þýskalandi vegna misskilnings Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2022 15:00 Ásgerður og félagar hennar í Framsóknarflokknum. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásgerður Kristín Gylfadóttir leiðir lista Framsóknar á Hornafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ásgerður er 53 ára, fædd á Ísafirði en búsett á Höfn Í Hornafirði sl. 20 ár. Ásgerður er menntaður hjúkrunarfræðingur, starfar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, hefur setið í bæjarstjórn á Hornafirði frá árinu 2010 og verið varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi frá 2016. Síðasta kjörtímabil hefur Ásgerður verið formaður bæjarráðs auk þess að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sl. tvö ár og sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið mikil uppbygging síðustu ár, ferðaþjónustan stendur sterkum fótum þó heimsfaraldur Covid19 hafi óneitanlega tekið á. Vatnajökull, náttúrufegurðin og mannlíf hefur laðað kvikmynda- og sjónvarpsverkefni að sveitarfélaginu sem er góð innspýting í hagkerfið. Hér er gott að búa, ala upp börn og eldast. Metnaður okkar í Framsókn og stuðningsmönnum þeirra er að gera enn betur til framtíðar með hagsmuni fjölskyldunnar og umhverfisins að leiðarljósi. Klippa: Oddvitaáskorun - Ásgerður Kristín Gylfadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er erfitt að gera uppá milli fjölmargra staða í Austur- Skaftafellssýslu en Lónsöræfin eru stórkostlega falleg og kajaksigling á Heinabergslóni er engu lík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Er búin að bíða of lengi eftir uppsetningu hraðavaraskiltis í Freysnesi í Öræfum, vantar bara herslumuninn og það pirrar mig! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hef mikinn áhuga á flokkun endurvinnsluúrgangs, stundum vandræðalegt! Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég tvítug, stoppuð fyrir ofhraðan akstur! Slapp með áminningu og gaf loforð um að keyra alltaf innan hraðatakmarkanna. Hvað færðu þér á pizzu? Heimagerðapizzan mín er með grænmeti, auka osti og sterku pizzakryddi. Hvaða lag peppar þig mest? I Will Survive – Gloria Gaynor. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Eina í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr er mitt skokk. Uppáhalds brandari? Sá sem fær mig til að hlægja hverju sinni :) Hvað er þitt draumafríi? Að fara með stórfjölskylduna í heimsókn til skiptinemafjölskyldunnar minnar í Sao Paulo í Brasilíu, það kemur að því. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var ekki mitt ár. Skrifstofan færð út í náttúrunu. Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Martin sonur minn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Kannski líka það fáránlegasta. Reynt að hlaupa upp rúllustiga í verslunarmiðstöð í Þýskalandi vegna misskilnings. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Tengdadóttir mín Elísabet Skagfjörð Guðrúnardóttir er klárlega fyrsta val en ef hún er upptekin þá væri það auðvitað Marcia Cross. Hefur þú verið í verbúð? Já, mætti segja það. Bjó með þremur vinkonum mínum í hótelíbúð í Portúgal þar sem við unnum á hótelbar. Míní verbúð í Algarve. Áhrifamesta kvikmyndin? Hjartasteinn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef aldrei horft á þá þætti en á eftir að sakna Sæmundar nágranna míns sem er að flytja frá Höfn. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Já sæll, eftir mikla umhugsun...ætli ég myndi ekki elta börnin mín í Kópavog. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki fyrir neitt :) Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hornafjörður Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Ásgerður Kristín Gylfadóttir leiðir lista Framsóknar á Hornafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ásgerður er 53 ára, fædd á Ísafirði en búsett á Höfn Í Hornafirði sl. 20 ár. Ásgerður er menntaður hjúkrunarfræðingur, starfar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, hefur setið í bæjarstjórn á Hornafirði frá árinu 2010 og verið varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi frá 2016. Síðasta kjörtímabil hefur Ásgerður verið formaður bæjarráðs auk þess að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sl. tvö ár og sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið mikil uppbygging síðustu ár, ferðaþjónustan stendur sterkum fótum þó heimsfaraldur Covid19 hafi óneitanlega tekið á. Vatnajökull, náttúrufegurðin og mannlíf hefur laðað kvikmynda- og sjónvarpsverkefni að sveitarfélaginu sem er góð innspýting í hagkerfið. Hér er gott að búa, ala upp börn og eldast. Metnaður okkar í Framsókn og stuðningsmönnum þeirra er að gera enn betur til framtíðar með hagsmuni fjölskyldunnar og umhverfisins að leiðarljósi. Klippa: Oddvitaáskorun - Ásgerður Kristín Gylfadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er erfitt að gera uppá milli fjölmargra staða í Austur- Skaftafellssýslu en Lónsöræfin eru stórkostlega falleg og kajaksigling á Heinabergslóni er engu lík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Er búin að bíða of lengi eftir uppsetningu hraðavaraskiltis í Freysnesi í Öræfum, vantar bara herslumuninn og það pirrar mig! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hef mikinn áhuga á flokkun endurvinnsluúrgangs, stundum vandræðalegt! Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég tvítug, stoppuð fyrir ofhraðan akstur! Slapp með áminningu og gaf loforð um að keyra alltaf innan hraðatakmarkanna. Hvað færðu þér á pizzu? Heimagerðapizzan mín er með grænmeti, auka osti og sterku pizzakryddi. Hvaða lag peppar þig mest? I Will Survive – Gloria Gaynor. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Eina í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr er mitt skokk. Uppáhalds brandari? Sá sem fær mig til að hlægja hverju sinni :) Hvað er þitt draumafríi? Að fara með stórfjölskylduna í heimsókn til skiptinemafjölskyldunnar minnar í Sao Paulo í Brasilíu, það kemur að því. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var ekki mitt ár. Skrifstofan færð út í náttúrunu. Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Martin sonur minn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Kannski líka það fáránlegasta. Reynt að hlaupa upp rúllustiga í verslunarmiðstöð í Þýskalandi vegna misskilnings. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Tengdadóttir mín Elísabet Skagfjörð Guðrúnardóttir er klárlega fyrsta val en ef hún er upptekin þá væri það auðvitað Marcia Cross. Hefur þú verið í verbúð? Já, mætti segja það. Bjó með þremur vinkonum mínum í hótelíbúð í Portúgal þar sem við unnum á hótelbar. Míní verbúð í Algarve. Áhrifamesta kvikmyndin? Hjartasteinn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef aldrei horft á þá þætti en á eftir að sakna Sæmundar nágranna míns sem er að flytja frá Höfn. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Já sæll, eftir mikla umhugsun...ætli ég myndi ekki elta börnin mín í Kópavog. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki fyrir neitt :) Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hornafjörður Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira