Naomi Judd látin Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 21:41 Naomi Judd átti litríkan feril að baki. Ap/Invision/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira