Oddvitaáskorunin: Blóðlangar að byrja að rækta mölorma á ný Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 09:01 Gylfi og fjölskyldan. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Gylfi Ólafsson leiðir Í-listann í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gylfi hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 2018. Hann er með doktorspróf í heilsuhagfræði, starfsréttindi sem grunnskólakennari og meistaragráðu í hagfræði. Gylfi hefur komið víða við; starfað hjá ferðaskrifstofunni Vesturferðum, verið fréttamaður RÚV, ráðgjafi í heilsuhagfræði, háskólakennari og aðstoðarmaður ráðherra. Meðal núverandi trúnaðarstarfa er seta í stjórn Fossavatnsgöngunnar, stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Gylfi á tvö börn og eiginkonu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornvík og björgin sitthvoru megin. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Lausaganga bíla er plága sem þarf að uppræta. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Skordýrarækt og forritun. Ég hef að vísu ekki verið með skordýr í ræktun um nokkuð skeið en hef allar græjur til að byrja að rækta mjölorma og blóðlangar að byrja á því fljótlega. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Föstudagurinn langi 2020 í tengslum við bakvörðinn á hjúkrunarheimilinu Bergi. Almennt hafa öll samskipti við lögregluna í tengslum við Covid-faraldurinn verið eftirminnileg, meðal annars í tengslum við lokanir á skólum, uppsetningu á tímabundnum sóttvarnahótelum og fleira í þeim dúr. Hvað færðu þér á pizzu? „Forsetinn mínus kjöt“ á Mömmu Nínu. Lokaðu augunum, Guðni Th.: það er ananas á forsetanum. Hvaða lag peppar þig mest? Þjóðsöngurinn í kórútsetningu, Marsbúa cha cha með Bogomil Font, Tænder på dig með Jakobi Sveistrup og Sönn íslensk sakamál með Rottweiler-hundum. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Svona tuttugu. Göngutúr eða skokk? Skokk, en ég kalla það trimm. Uppáhalds brandari? Við feðginin erum að leika okkur með afbrigði af brandaranum um pabbann sem kallar til dóttur sinnar „Viltu heita samloku?“ en dóttirin svarar því til að hún vilji bara áfram heita Elín. Hvað er þitt draumafríi? Ég er búinn að panta mér ferð á ísfirsku skútunni Auroru í haust, þar sem hlaupið verður um óbyggðir austurhluta Grænlands. Mig hefur lengi dreymt um ferð af þessu tagi, svo ætli það sé ekki draumafrí? Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021. Árið 2020 var allt nýtt og áhugavert. 2021 var bara langdregið. Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Múli Árnason, tónskáldið sem skrifaði mörg okkar fallegustu djasslög. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Einu sinni lét ég ekvadorskan töfralækni reka úr mér illa anda með eldi. Mér fannst það satt best að segja ekki gera mikið gagn. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Elon Musk. Ef þú spyrð Ölmu Möller mun hún segja að Joel Kinnaman eigi að leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Hin sænska Fucking Åmål. Nær svo mörgum góðum sammannlegum augnablikum unglingsáranna á ljúfsáran hátt. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á þá í tuttugu ár. Mér fannst þó alltaf erfitt að fyrirgefa framhjáhald Karls Kennedy og klæjaði alltaf í augun þegar það stóð Kartan en ekki Kjartan í textanum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Akureyri, Reykjavík eða Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sumir gætu skammast sín fyrir að syngja af mikilli innlifun með Börbru Streisand um ástfangna konu, Woman in love. Ég skammast mín samt ekki. Raunverulega sakbitin sæla er þó helst að hlusta á góð lög með tónlistarmönnum sem búið er að slaufa eða ljóstra upp að hafi verið hin mestu varmenni. Þar eru því miður allt of margir góðir tónlistarmenn undir, innlendir og erlendir. Sælan við að hlusta á margar perlur þessara manna er þar svo sakbitin að ég þori ekki einu sinni nefna tónlistarmennina á nafn. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Gylfi Ólafsson leiðir Í-listann í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gylfi hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 2018. Hann er með doktorspróf í heilsuhagfræði, starfsréttindi sem grunnskólakennari og meistaragráðu í hagfræði. Gylfi hefur komið víða við; starfað hjá ferðaskrifstofunni Vesturferðum, verið fréttamaður RÚV, ráðgjafi í heilsuhagfræði, háskólakennari og aðstoðarmaður ráðherra. Meðal núverandi trúnaðarstarfa er seta í stjórn Fossavatnsgöngunnar, stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Gylfi á tvö börn og eiginkonu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornvík og björgin sitthvoru megin. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Lausaganga bíla er plága sem þarf að uppræta. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Skordýrarækt og forritun. Ég hef að vísu ekki verið með skordýr í ræktun um nokkuð skeið en hef allar græjur til að byrja að rækta mjölorma og blóðlangar að byrja á því fljótlega. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Föstudagurinn langi 2020 í tengslum við bakvörðinn á hjúkrunarheimilinu Bergi. Almennt hafa öll samskipti við lögregluna í tengslum við Covid-faraldurinn verið eftirminnileg, meðal annars í tengslum við lokanir á skólum, uppsetningu á tímabundnum sóttvarnahótelum og fleira í þeim dúr. Hvað færðu þér á pizzu? „Forsetinn mínus kjöt“ á Mömmu Nínu. Lokaðu augunum, Guðni Th.: það er ananas á forsetanum. Hvaða lag peppar þig mest? Þjóðsöngurinn í kórútsetningu, Marsbúa cha cha með Bogomil Font, Tænder på dig með Jakobi Sveistrup og Sönn íslensk sakamál með Rottweiler-hundum. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Svona tuttugu. Göngutúr eða skokk? Skokk, en ég kalla það trimm. Uppáhalds brandari? Við feðginin erum að leika okkur með afbrigði af brandaranum um pabbann sem kallar til dóttur sinnar „Viltu heita samloku?“ en dóttirin svarar því til að hún vilji bara áfram heita Elín. Hvað er þitt draumafríi? Ég er búinn að panta mér ferð á ísfirsku skútunni Auroru í haust, þar sem hlaupið verður um óbyggðir austurhluta Grænlands. Mig hefur lengi dreymt um ferð af þessu tagi, svo ætli það sé ekki draumafrí? Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021. Árið 2020 var allt nýtt og áhugavert. 2021 var bara langdregið. Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Múli Árnason, tónskáldið sem skrifaði mörg okkar fallegustu djasslög. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Einu sinni lét ég ekvadorskan töfralækni reka úr mér illa anda með eldi. Mér fannst það satt best að segja ekki gera mikið gagn. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Elon Musk. Ef þú spyrð Ölmu Möller mun hún segja að Joel Kinnaman eigi að leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Hin sænska Fucking Åmål. Nær svo mörgum góðum sammannlegum augnablikum unglingsáranna á ljúfsáran hátt. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á þá í tuttugu ár. Mér fannst þó alltaf erfitt að fyrirgefa framhjáhald Karls Kennedy og klæjaði alltaf í augun þegar það stóð Kartan en ekki Kjartan í textanum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Akureyri, Reykjavík eða Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sumir gætu skammast sín fyrir að syngja af mikilli innlifun með Börbru Streisand um ástfangna konu, Woman in love. Ég skammast mín samt ekki. Raunverulega sakbitin sæla er þó helst að hlusta á góð lög með tónlistarmönnum sem búið er að slaufa eða ljóstra upp að hafi verið hin mestu varmenni. Þar eru því miður allt of margir góðir tónlistarmenn undir, innlendir og erlendir. Sælan við að hlusta á margar perlur þessara manna er þar svo sakbitin að ég þori ekki einu sinni nefna tónlistarmennina á nafn.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira