Oddvitaáskorunin: Festist í handmokaðri gröf Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 12:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hjálmar Bogi Hafliðason leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hjálmar Bogi Hafliðason og er 42 ára sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi. Bý með Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og þremur börnum hennar í einu elsta húsinu á Húsavík. Er menntaður grunnskólakennari og lengst af starfað sem kennari og síðustu ár sem deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Syng í kirkjukórnum og karlakórnum, er félagi í björgunarsveitinni Garðar, sit í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 12 og í aðgerðarstjórn almannavarna. Félagi í Leikfélagi Húsavíkur og finnst fátt eins gaman og að fara á svið til að gleðja. Spila golf og var í nokkur ár formaður Golfklúbbs Húsavíkur. Forgjöfin er há enda fyrst og fremst sport til að njóta útiveru og góðrar samveru. Hef unun af því að vera úti í náttúrunni, gangandi, á snjósleða eða gönguskíðum. Hef verið í framboði síðan 1998 þegar ég var í framboði til sveitarstjórnar þá í 13. sæti. Leiði nú lista Framsóknar í annað sinn. Hef hinsvegar oftar verið í framboði þegar það eru kosningar en ekki en sat sem varaþingmaður frá 2013 til 2020. Síðan 2006 hef ég starfað í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga og fór fyrst í sveitarstjórn árið 2010. Það má segja að ég hafi talsverða reynslu af stjórnmálum og þekki söguna ágætlega. Umfram allt finnst mér gaman að láta gott af mér leiða; að gleðja aðra með eigin nærveru og vinnu. Að vera með öðru fólki, deila áhugamálum og rökræða landsins gagn og nauðsynjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gönguleiðin frá Dettifossi í Jökulsárgljúfrum sem endar fram á bjargbrún Ásbyrgis er stórbrotin upplifun. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Prinsessan svaf reyndar ekki fyrir bauninni en kirkjustiginn milli hafnar og Húsavíkurkirkju skal komast í lag. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Staddur á kórloftinu milli sálma að telja hversu margar perur virka ekki í Húsavíkurkirkju. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Starfa með henni í aðgerðarstjórn Almannavarna á svæðinu en við aðalvarðastjórinn ræðum gjarnan um hvað við eigum að borða á vaktinni. Hvað færðu þér á pizzu? Yfirleitt aldrei það sama og gjarn á að prófa eitthvað nýtt. Hvaða lag peppar þig mest? Það er með The pointer sisters - I'm so excited, virkar alltaf. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Geri 25 armbeygjur á hverjum morgni þegar ég vakna. Hef ekki reynt að gera fleiri. Göngutúr eða skokk? Allan tíman í göngu enda hleyp ég eins og górilla. Uppáhalds brandari? Stíllinn í eyranu Gamall maður á níræðisaldri sat í afmælisboði innan um fullt af fólki. Skyndilega finnur hann fyrir sviða í öðru eyranu og þegar hann fer að klóra sér í eyranu finnur hann fyrir einhverju, jú og viti menn hann dregur eitthvað út úr því og þegar hann skoðar hvað þetta er þá sér hann að þetta er stíll. Fólkið í boðinu starir furðu lostið á aðfarirnar. Eftir smá umhugsun snýr sá gamli sér að fólkinu og segir: „andskotinn, jæja …. þá veit ég hvar heyrnatækið er“. Hvað er þitt draumafríi? Óundirbúið á meginlandi Evrópu. Gerist reglulega. Langar hinsvegar hátt upp í Alpana, í trjákofa með kveikt upp í kamínunni og kakóbolla í tunglskini. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þessi tími er eitt covid-19 ár. Homeblest, gott báðu megin. Uppáhalds tónlistarmaður? Verð að segja John Willams, kvikmyndatónskáld enda höfundurinn að tónlistinni í Star Wars. En held hinsvegar mikið upp á KK. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Starfaði lengi við Kirkjugarða Húsavíkur bæði á sumrin og í afleysingum árið um kring. Á þeim tíma þegar grafir voru handmokaðar. Sérstaklega í gamla hlutanum. En að taka gröf að vetrarlagi í mykri með eitt vasaljós á jörðinni, einn ofan í gröfinni og vera langt kominn þegar hún fellur saman og opnast inn í næstu gröf. Standa þar fastur og kalla á hjálp út í tómið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Útlit Jason Alexander og atferli Michael Richards í Seinfeld. Hefur þú verið í verbúð? Fæddur 1980, nei, ekki til að upplifa Verbúð nema til skoðunar. Áhrifamesta kvikmyndin? Sem söguunnandi verð ég að segja Schindler's list. Horfi á hana einu sinni á ári. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru þeir að hætta? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Frábær spurning fyrir sveitarstjórnarfulltrúann; að leiða hugann öðru eftirsóknarverðu sveitarfélagi. Nefni Sauðárkrók, fylgist með stöðu mála þar og ber okkur í Norðurþingi gjarnan saman við bæinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Var píndur á tónleika með Slipknot fyrir nokkru. Fer ekki sjálfviljugur aftur á slíka tónleika en eitt og eitt lag situr eftir. Ekki til spilunar þó, Vermilion sem fjallar um konuna á lestarstöðinni, held ég. Oddvitaáskorunin Norðurþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hjálmar Bogi Hafliðason og er 42 ára sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi. Bý með Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og þremur börnum hennar í einu elsta húsinu á Húsavík. Er menntaður grunnskólakennari og lengst af starfað sem kennari og síðustu ár sem deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Syng í kirkjukórnum og karlakórnum, er félagi í björgunarsveitinni Garðar, sit í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 12 og í aðgerðarstjórn almannavarna. Félagi í Leikfélagi Húsavíkur og finnst fátt eins gaman og að fara á svið til að gleðja. Spila golf og var í nokkur ár formaður Golfklúbbs Húsavíkur. Forgjöfin er há enda fyrst og fremst sport til að njóta útiveru og góðrar samveru. Hef unun af því að vera úti í náttúrunni, gangandi, á snjósleða eða gönguskíðum. Hef verið í framboði síðan 1998 þegar ég var í framboði til sveitarstjórnar þá í 13. sæti. Leiði nú lista Framsóknar í annað sinn. Hef hinsvegar oftar verið í framboði þegar það eru kosningar en ekki en sat sem varaþingmaður frá 2013 til 2020. Síðan 2006 hef ég starfað í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga og fór fyrst í sveitarstjórn árið 2010. Það má segja að ég hafi talsverða reynslu af stjórnmálum og þekki söguna ágætlega. Umfram allt finnst mér gaman að láta gott af mér leiða; að gleðja aðra með eigin nærveru og vinnu. Að vera með öðru fólki, deila áhugamálum og rökræða landsins gagn og nauðsynjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gönguleiðin frá Dettifossi í Jökulsárgljúfrum sem endar fram á bjargbrún Ásbyrgis er stórbrotin upplifun. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Prinsessan svaf reyndar ekki fyrir bauninni en kirkjustiginn milli hafnar og Húsavíkurkirkju skal komast í lag. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Staddur á kórloftinu milli sálma að telja hversu margar perur virka ekki í Húsavíkurkirkju. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Starfa með henni í aðgerðarstjórn Almannavarna á svæðinu en við aðalvarðastjórinn ræðum gjarnan um hvað við eigum að borða á vaktinni. Hvað færðu þér á pizzu? Yfirleitt aldrei það sama og gjarn á að prófa eitthvað nýtt. Hvaða lag peppar þig mest? Það er með The pointer sisters - I'm so excited, virkar alltaf. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Geri 25 armbeygjur á hverjum morgni þegar ég vakna. Hef ekki reynt að gera fleiri. Göngutúr eða skokk? Allan tíman í göngu enda hleyp ég eins og górilla. Uppáhalds brandari? Stíllinn í eyranu Gamall maður á níræðisaldri sat í afmælisboði innan um fullt af fólki. Skyndilega finnur hann fyrir sviða í öðru eyranu og þegar hann fer að klóra sér í eyranu finnur hann fyrir einhverju, jú og viti menn hann dregur eitthvað út úr því og þegar hann skoðar hvað þetta er þá sér hann að þetta er stíll. Fólkið í boðinu starir furðu lostið á aðfarirnar. Eftir smá umhugsun snýr sá gamli sér að fólkinu og segir: „andskotinn, jæja …. þá veit ég hvar heyrnatækið er“. Hvað er þitt draumafríi? Óundirbúið á meginlandi Evrópu. Gerist reglulega. Langar hinsvegar hátt upp í Alpana, í trjákofa með kveikt upp í kamínunni og kakóbolla í tunglskini. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þessi tími er eitt covid-19 ár. Homeblest, gott báðu megin. Uppáhalds tónlistarmaður? Verð að segja John Willams, kvikmyndatónskáld enda höfundurinn að tónlistinni í Star Wars. En held hinsvegar mikið upp á KK. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Starfaði lengi við Kirkjugarða Húsavíkur bæði á sumrin og í afleysingum árið um kring. Á þeim tíma þegar grafir voru handmokaðar. Sérstaklega í gamla hlutanum. En að taka gröf að vetrarlagi í mykri með eitt vasaljós á jörðinni, einn ofan í gröfinni og vera langt kominn þegar hún fellur saman og opnast inn í næstu gröf. Standa þar fastur og kalla á hjálp út í tómið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Útlit Jason Alexander og atferli Michael Richards í Seinfeld. Hefur þú verið í verbúð? Fæddur 1980, nei, ekki til að upplifa Verbúð nema til skoðunar. Áhrifamesta kvikmyndin? Sem söguunnandi verð ég að segja Schindler's list. Horfi á hana einu sinni á ári. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru þeir að hætta? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Frábær spurning fyrir sveitarstjórnarfulltrúann; að leiða hugann öðru eftirsóknarverðu sveitarfélagi. Nefni Sauðárkrók, fylgist með stöðu mála þar og ber okkur í Norðurþingi gjarnan saman við bæinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Var píndur á tónleika með Slipknot fyrir nokkru. Fer ekki sjálfviljugur aftur á slíka tónleika en eitt og eitt lag situr eftir. Ekki til spilunar þó, Vermilion sem fjallar um konuna á lestarstöðinni, held ég.
Oddvitaáskorunin Norðurþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira