Svona á nýja selalaugin í Laugardalnum að líta út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 14:22 Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Ný selalaug mun margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi. Borgarráð samþykkti í dag að fara í framkvæmdir við nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að aukin velferð dýra sé höfð að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Gagnrýnt hefur verið hve mikið pláss selirnir í skemmtigarðinum hafa. Þá hafa sumir gagnrýnt að selir séu yfir höfuð í húsdýragarði. Þjónustuhúsið verður með nauðsynlegri inniaðstöðu til almennrar umhirðu og aðhlynningar dýra. Stórir gluggar neðan vatnsborðs á nýrri selalaug gefa gestum garðsins tækifæri til að sjá selina með nýjum hætti. Nýja selalaugin mun tengjast eldri laug. Setbekkir verða fyrir framan nýja laug og aðgengi fyrir alla verður tryggt. Svona mun ný selalaug og þjónustuhús við dýrin líta út. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt á framkvæmdalok í nóvember 2022. „Þessi viðbót mun stórauka getu garðsins til að sinna fræðslustarfi sínu auk þess að sinna betur dýrunum, þar á meðal móttöku villtra dýra í hremmingum í tengslum við Dýraþjónustu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. „Til grundvallar nýrrar aðstöðu eru staðlar frá samtökum dýragarða í Evrópu (EAZE) um landseli (Phoca vitulina). Gert er ráð fyrir að eldri bygging (selabyrgi) verði nýtt fyrir lagnir, mælagrind og hreinsibúnað.“ Enn eitt sjónarhornið. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti 125 milljónir króna á verðlagi í apríl 2022. Samkvæmt frumáætlun um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að framkvæmdum við nýja selalaug, þjónustuhúsnæði og lóðarfrágang geti verið lokið í nóvember 2022. Helstu stærðir Ný selalaug verður um 100 m2 og 300 m3 að stærð. Mesta dýpt laugar verður um fjórir metrar. Stærð þjónustuhúss verður um 37,6 m2 (birt flatarmál) með tæplega 11 m2 innilaug. Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Annað sjónarhorn. Göngustígurinn að selalauginni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49 Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25 Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að aukin velferð dýra sé höfð að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Gagnrýnt hefur verið hve mikið pláss selirnir í skemmtigarðinum hafa. Þá hafa sumir gagnrýnt að selir séu yfir höfuð í húsdýragarði. Þjónustuhúsið verður með nauðsynlegri inniaðstöðu til almennrar umhirðu og aðhlynningar dýra. Stórir gluggar neðan vatnsborðs á nýrri selalaug gefa gestum garðsins tækifæri til að sjá selina með nýjum hætti. Nýja selalaugin mun tengjast eldri laug. Setbekkir verða fyrir framan nýja laug og aðgengi fyrir alla verður tryggt. Svona mun ný selalaug og þjónustuhús við dýrin líta út. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt á framkvæmdalok í nóvember 2022. „Þessi viðbót mun stórauka getu garðsins til að sinna fræðslustarfi sínu auk þess að sinna betur dýrunum, þar á meðal móttöku villtra dýra í hremmingum í tengslum við Dýraþjónustu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. „Til grundvallar nýrrar aðstöðu eru staðlar frá samtökum dýragarða í Evrópu (EAZE) um landseli (Phoca vitulina). Gert er ráð fyrir að eldri bygging (selabyrgi) verði nýtt fyrir lagnir, mælagrind og hreinsibúnað.“ Enn eitt sjónarhornið. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti 125 milljónir króna á verðlagi í apríl 2022. Samkvæmt frumáætlun um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að framkvæmdum við nýja selalaug, þjónustuhúsnæði og lóðarfrágang geti verið lokið í nóvember 2022. Helstu stærðir Ný selalaug verður um 100 m2 og 300 m3 að stærð. Mesta dýpt laugar verður um fjórir metrar. Stærð þjónustuhúss verður um 37,6 m2 (birt flatarmál) með tæplega 11 m2 innilaug. Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Annað sjónarhorn. Göngustígurinn að selalauginni.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49 Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25 Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49
Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31