Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 12:52 Ríkisstjórnin hefur kynnt mótvægisaðgerðir vegna verðbólgunnar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem fram kemur að aðgerðirnar séu ætlaðar til að draga úr áhrifum verðbólgu, sem mælist nú 7,2 prósent, á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft verður til sértækra aðgerða með hækkun bóta almannatrygginga, sérstökum barnabótaauka til þeirra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum og hækkun húsnæðisbóta. Bætur almannatrygginga hækka um 3% frá 1. júní. Húsnæðisbætur hækka um 10% frá 1. júní. Greiddur verður sérstakur barnabótaauki til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur að fjárhæð 20.000 kr. með hverju barni. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í mánuðinum. Kallað hefur verið eftir því að allir leggist á eitt til þess að koma megi verðbólgunni niður. Seðlabankinn reiknar með því að verðbólga geti farið yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, biðlaði til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún sagðist einnig vona að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að þótt fjárhagsstaða heimila sé almennt sterk og kaupmáttur sé enn að aukast séu heimili í ólíkri stöðu til að takast á við vaxta- og verðlagshækkanir. Þess vegna sé sérstaklega horft til fyrrnefndra hópa í mótvægisaðgerðunum eftir ítarlega greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4. maí 2022 20:10 Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem fram kemur að aðgerðirnar séu ætlaðar til að draga úr áhrifum verðbólgu, sem mælist nú 7,2 prósent, á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft verður til sértækra aðgerða með hækkun bóta almannatrygginga, sérstökum barnabótaauka til þeirra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum og hækkun húsnæðisbóta. Bætur almannatrygginga hækka um 3% frá 1. júní. Húsnæðisbætur hækka um 10% frá 1. júní. Greiddur verður sérstakur barnabótaauki til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur að fjárhæð 20.000 kr. með hverju barni. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í mánuðinum. Kallað hefur verið eftir því að allir leggist á eitt til þess að koma megi verðbólgunni niður. Seðlabankinn reiknar með því að verðbólga geti farið yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, biðlaði til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún sagðist einnig vona að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að þótt fjárhagsstaða heimila sé almennt sterk og kaupmáttur sé enn að aukast séu heimili í ólíkri stöðu til að takast á við vaxta- og verðlagshækkanir. Þess vegna sé sérstaklega horft til fyrrnefndra hópa í mótvægisaðgerðunum eftir ítarlega greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Tengdar fréttir Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4. maí 2022 20:10 Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01
Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 4. maí 2022 20:10
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21