Rúnar: Eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:12 Rúnar Kristinsson sagði að sínir menn hefðu ekki náð að opna vörn KA nægilega oft. vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi ekki hjálpað sínu liði neitt þegar KA-maðurinn Oleksii Bykov fékk rauða spjaldið í leiknum á Meistaravöllum í dag. KR-ingar sóttu stíft allan leikinn en KA-menn gáfu nánast engin færi á sér. „Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Það vantaði betri sendingar og kannski fleiri opnanir. En eins og ég sagði fyrir leikinn er KA með frábært skipulag og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Og þessi fáu færi sem við fengum nýttum við ekki,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. „Við herjuðum á þá allan seinni hálfleikinn, reyndum að vera þolinmóðir með boltann og finna leiðir. En þegar við fundum þær vantaði síðustu sendinguna eða afgreiðsluna. Þeir vörðust ofboðslega vel og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Rúnar segir að KA-menn séu sennilega erfiðasta lið deildarinnar að brjóta á bak aftur. „Þeir eru ofboðslega erfiðir. Ég var eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald. Það hefði verið betra að vera ellefu gegn ellefu. Þá hefðum við kannski fengið fleiri möguleika á að opna þá. Þeir fóru lítið fram í seinni hálfleik en við þurftum að passa okkur því þeir eru með hraða og góðar skyndisóknir. Við náðum ekki nægilega góðum opnunum og fyrirgjöfum og þeir voru alltaf á undan í boltann inni í teignum og grimmari en við,“ sagði Rúnar. Hann var sammála þeirri fullyrðingu blaðamanns að KR-ingar hafi verið hættulegri meðan það var enn jafnt í liðum. „Við vorum það sennilega í fyrri hálfleik. Í seinni vorum við hættulegir, að sækja og upp við vítateig þeirra allan tímann og reyndum að finna leiðir í gegn sem við fundum ekki. Því fór sem fór. Þeir vörðust vel og lokuðu á okkur þótt þeir væru einum færri,“ sagði Rúnar. Eftir sigur á Fram í 1. umferðinni hefur KR nú aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. „Þetta er ekki óskastaða mín eða okkar í KR. Við hefðum viljað hafa fleiri stig en við sættum okkur við þetta. Við getum ekki annað. Þetta er búið, við verðum að halda áfram og gera betur næst. Og kannski skora eitt og eitt mark,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira