Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 15:36 Hvítrússnesku vinkonurnar Daria og Alina flúðu ofsóknir lögreglunnar til Íslands en þær voru handteknar og beittar harðræði fyrir að hafa fjölmennt á mótmælafund í Hvíta Rússlandi. Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann. Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann.
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32
Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01