Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2022 10:36 Kjósendur í Kópavogi fá að velja milli átta framboða í ár. vísir/vilhelm Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira