Kosningaborðar í Kópavogi teknir niður Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 11:17 Þessir kosningaborðar teljast brjóta gegn reglum um auglýsingaskilti í Kópavogi og voru því teknir niður í morgun af starfsmönnum bæjarins. aðsend Hiti er að færast í leikinn vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða haldnar um næstu helgi. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þurft að grípa til þess að taka niður áberandi kosningaborða í bæjarlandinu. Framboðið Vinir Kópavogs eru ósáttir en á horni Digranesvegar og Grænutungu hafði verið komið upp áberandi kosningaborðum sem svo starfsmenn bæjarins tóku niður í morgun. Stuðningsmenn framboðsins eru ósáttir og segja að um sé að ræða einkalóð. „Er bærinn kominn í pólitík? Menn í gulum vestum ganga um bæinn og taka niður mótmælaborða íbúa af lóðum þeirra,“ segir á Facebook-síðu framboðsins. Og eru þar birtar fyrir/eftir myndir þaðan sem borðarnir höfðu verið fjarlægðir. Horn Digranesvegar og Grænutungu eftir að starfsmenn bæjarins höfðu fjarlægt borðana.aðsend Sigríður Björg Tómasdóttir upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að Vinir Kópavogs séu ekki þeir einu sem hafa þurft að sæta þessu en Framsóknarmenn settu upp skilti hjá Elkó sem var fjarlægt. Hún segir að um þetta gildi reglur og öllum ábyrgðarmönnum allra framboða til sveitarstjórnar í Kópavogi hafi fengið leiðbeiningar um uppsetningu slíkra auglýsingaskilta. Þar kemur fram að sækja þurfi um leyfi vegna uppsetningar auglýsingaskilta á almannafæri frá bænum. Þetta sé samkvæmt lögreglusamþykkt fyrir Kópavogsbæ og þar megi finna skilgreiningu á því hvað átt er við með hugtakinu „almannafæri“: Almannafæri á við götur, vegi, gangstéttir, gangstíga, svæði ætluð til almenningsnota og staði sem opnir eru almenningi, svo sem íþróttasvæði, kvikmyndahús, leikhús, samkomuhús, söfn, veitingastaði, verslanir, leiktækjastaði, bifreiðastöðvar, biðskýli og söluturna innan Kópavogs. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Sjá meira
Framboðið Vinir Kópavogs eru ósáttir en á horni Digranesvegar og Grænutungu hafði verið komið upp áberandi kosningaborðum sem svo starfsmenn bæjarins tóku niður í morgun. Stuðningsmenn framboðsins eru ósáttir og segja að um sé að ræða einkalóð. „Er bærinn kominn í pólitík? Menn í gulum vestum ganga um bæinn og taka niður mótmælaborða íbúa af lóðum þeirra,“ segir á Facebook-síðu framboðsins. Og eru þar birtar fyrir/eftir myndir þaðan sem borðarnir höfðu verið fjarlægðir. Horn Digranesvegar og Grænutungu eftir að starfsmenn bæjarins höfðu fjarlægt borðana.aðsend Sigríður Björg Tómasdóttir upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að Vinir Kópavogs séu ekki þeir einu sem hafa þurft að sæta þessu en Framsóknarmenn settu upp skilti hjá Elkó sem var fjarlægt. Hún segir að um þetta gildi reglur og öllum ábyrgðarmönnum allra framboða til sveitarstjórnar í Kópavogi hafi fengið leiðbeiningar um uppsetningu slíkra auglýsingaskilta. Þar kemur fram að sækja þurfi um leyfi vegna uppsetningar auglýsingaskilta á almannafæri frá bænum. Þetta sé samkvæmt lögreglusamþykkt fyrir Kópavogsbæ og þar megi finna skilgreiningu á því hvað átt er við með hugtakinu „almannafæri“: Almannafæri á við götur, vegi, gangstéttir, gangstíga, svæði ætluð til almenningsnota og staði sem opnir eru almenningi, svo sem íþróttasvæði, kvikmyndahús, leikhús, samkomuhús, söfn, veitingastaði, verslanir, leiktækjastaði, bifreiðastöðvar, biðskýli og söluturna innan Kópavogs.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Sjá meira