Oddvitáskorunin: Syndir, skýtur og semur ljóð Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hrafndís Bára Einarsdóttir leiðir lista Pírata á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hrafndís Bára og er Einarsdóttir. Fædd og uppalin í afdölum lengst utan við mannabústaði, sem afsakar allar mínar kenjar og kúnstir. Dritaði sjálf frá mér þremur þokkalegum börnum, tók tvö upp í og stal einu. Kalla mig því í dag sex barna móður. Ég safna að mér ómikilsvirtum diplómagráðum og titlast í dag leikkona og viðburðastjóri. Er hæfilega fær í hvorugu. Ég trúi því einlæglega að heiminum yrði best borgið ef Auður Haralds væri heimsforseti og súrar lappir væru seldar í lúgujoppum. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er vonlaust að svara þessari spurningu. Ég ferðast mikið um landið og það er svo fjölbreytt og fallegt. Ekki bara náttúran heldur þau ólíku samfélagsmynstur sem þrífast við misjafnar aðstæður. Hér á Akureyri finnst mér Sílabásinn fallegastur. Hrafnkelsdalurinn, mín heimasveit er engri lík. Þá er ég nýbúin að skreppa til Grímseyjar og þar er eitthvað svo ótrúlega mögnuð náttúra og fólkið sem þar býr. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umferðarljósin eru stórundarleg hér á Akureyri Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef mörg áhugamál sem sumum gæti þótt undarleg. Miðað við miðaldra konu með sæmilegan belg. Ég hef gaman af sjósundi og böðum í allskonar ám, vötnum og við fossa. Ég er líka skotveiðiáhugamanneskja. Ég er krossgátunörd og áhugamanneskja um kindur. Þá hef ég gaman af ljóða- og vísnagerð. Alla daga best að byrja brýna raust og tuða vel. Þrætur góðar kann að kyrja, kjaftur hæfir minni skel. Hafi ekkert áorkast undrum skal það sæta ef ekki dugir dágott kast daginn til að bæta. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þau eru svo mörg. Þessar elskur eru alltaf að stoppa mig. Ég hef nefnilega þann leiða löst að keyra of hratt. En ég svo sem man ekki til þess að þau hafi verið minnistæð. Nema fyrir veskið. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ólívur, lauk og extra ost. Hvaða lag peppar þig mest? Dimma er pepp. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Einn beygðan í hring! Sem er núll. Göngutúr eða skokk? Bæði gaman. En ef við erum að tala um hluti sem ég get framkvæmt án þess að enda örend í vegkanti með blóðbragð í munni og neyðarlínuna á hraðvali þá er það göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég er að eðlisfari ekki fyndin kona. Hvað er þitt draumafríi? Almáttugur minn. Er það til? Allskonar ferðalög er fjör. Gott stopp í sveitinni með bækur og krossgátublöð er best. Tjaldið mitt og krakkarnir er dásemd. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin höfðu sína kosti og galla en almáttugur hvað ég sakna þeirra ekki. Það hefur ekkert með covid að gera. Uppáhalds tónlistarmaður? Það á að banna svona spurningar. Ég ætla samt að segja Svavar Knútur. Hann er svo mikið hjartagull. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Átti þetta ekki að vera eitthvað bara svona stutt og laggott? Ég hef gert svo ævintýralega marga og skrýtna hluti að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ég er frekar opin manneskja svo ég hef t.d. margoft hýst allskonar fólk heima hjá mér sem ég finn bara einhversstaðar. Fólki finnst það skrýtið. Ég hef gefið heimilislausum síðasta peninginn minn og flíkurnar utan af mér. Fólki finnst það skrýtið. Er ekki bara svolítið skrýtið hvað við höfum tapað mikið mennskunni? Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Mér finnst það liggja í augum uppi að Ólafur Darri leiki mig. Já eða Birna Péturs. Hey! Birna Péturs OG Óalfur Darri. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Síðasta veiðiferðin. Ég missi ennþá svefn yfir hrútnum sem var kýldur út í á. Áttu eftir að sakna Nágranna? Er ennþá verið að sýna Nágranna? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Vá ég veit það ekki. Heim í Hrafnkelsdal? Það eru svo margir staðir á landinu sem mig langar til að búa á. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fámennir. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Út með jólaköttinn. Lag sem á miklu oftar við en margur vill viðurkenna. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Píratar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Hrafndís Bára Einarsdóttir leiðir lista Pírata á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hrafndís Bára og er Einarsdóttir. Fædd og uppalin í afdölum lengst utan við mannabústaði, sem afsakar allar mínar kenjar og kúnstir. Dritaði sjálf frá mér þremur þokkalegum börnum, tók tvö upp í og stal einu. Kalla mig því í dag sex barna móður. Ég safna að mér ómikilsvirtum diplómagráðum og titlast í dag leikkona og viðburðastjóri. Er hæfilega fær í hvorugu. Ég trúi því einlæglega að heiminum yrði best borgið ef Auður Haralds væri heimsforseti og súrar lappir væru seldar í lúgujoppum. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er vonlaust að svara þessari spurningu. Ég ferðast mikið um landið og það er svo fjölbreytt og fallegt. Ekki bara náttúran heldur þau ólíku samfélagsmynstur sem þrífast við misjafnar aðstæður. Hér á Akureyri finnst mér Sílabásinn fallegastur. Hrafnkelsdalurinn, mín heimasveit er engri lík. Þá er ég nýbúin að skreppa til Grímseyjar og þar er eitthvað svo ótrúlega mögnuð náttúra og fólkið sem þar býr. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umferðarljósin eru stórundarleg hér á Akureyri Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef mörg áhugamál sem sumum gæti þótt undarleg. Miðað við miðaldra konu með sæmilegan belg. Ég hef gaman af sjósundi og böðum í allskonar ám, vötnum og við fossa. Ég er líka skotveiðiáhugamanneskja. Ég er krossgátunörd og áhugamanneskja um kindur. Þá hef ég gaman af ljóða- og vísnagerð. Alla daga best að byrja brýna raust og tuða vel. Þrætur góðar kann að kyrja, kjaftur hæfir minni skel. Hafi ekkert áorkast undrum skal það sæta ef ekki dugir dágott kast daginn til að bæta. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þau eru svo mörg. Þessar elskur eru alltaf að stoppa mig. Ég hef nefnilega þann leiða löst að keyra of hratt. En ég svo sem man ekki til þess að þau hafi verið minnistæð. Nema fyrir veskið. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ólívur, lauk og extra ost. Hvaða lag peppar þig mest? Dimma er pepp. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Einn beygðan í hring! Sem er núll. Göngutúr eða skokk? Bæði gaman. En ef við erum að tala um hluti sem ég get framkvæmt án þess að enda örend í vegkanti með blóðbragð í munni og neyðarlínuna á hraðvali þá er það göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég er að eðlisfari ekki fyndin kona. Hvað er þitt draumafríi? Almáttugur minn. Er það til? Allskonar ferðalög er fjör. Gott stopp í sveitinni með bækur og krossgátublöð er best. Tjaldið mitt og krakkarnir er dásemd. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin höfðu sína kosti og galla en almáttugur hvað ég sakna þeirra ekki. Það hefur ekkert með covid að gera. Uppáhalds tónlistarmaður? Það á að banna svona spurningar. Ég ætla samt að segja Svavar Knútur. Hann er svo mikið hjartagull. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Átti þetta ekki að vera eitthvað bara svona stutt og laggott? Ég hef gert svo ævintýralega marga og skrýtna hluti að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ég er frekar opin manneskja svo ég hef t.d. margoft hýst allskonar fólk heima hjá mér sem ég finn bara einhversstaðar. Fólki finnst það skrýtið. Ég hef gefið heimilislausum síðasta peninginn minn og flíkurnar utan af mér. Fólki finnst það skrýtið. Er ekki bara svolítið skrýtið hvað við höfum tapað mikið mennskunni? Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Mér finnst það liggja í augum uppi að Ólafur Darri leiki mig. Já eða Birna Péturs. Hey! Birna Péturs OG Óalfur Darri. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Síðasta veiðiferðin. Ég missi ennþá svefn yfir hrútnum sem var kýldur út í á. Áttu eftir að sakna Nágranna? Er ennþá verið að sýna Nágranna? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Vá ég veit það ekki. Heim í Hrafnkelsdal? Það eru svo margir staðir á landinu sem mig langar til að búa á. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fámennir. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Út með jólaköttinn. Lag sem á miklu oftar við en margur vill viðurkenna.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Píratar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira