Á kjörskrá í Mosfellsbæ eru 9.422. Níu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.
Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og VG meirihluta í bæjarstjórn með fimm fulltrúa samtals. Viðreisn, Vinir Mosfellsbæjar, Miðflokkurinn og Samfylkingin hafa setið í minnihluta með einn fulltrúa hver.
Niðurstaðan í nótt varð eftirfarandi:
- B-listi Framsókn: 32,2% með fjóra fulltrúa
- C-listi Viðreisn:7,9 % með einn fulltrúa
- D-listi Sjálfstæðisflokkur: 27,3 með fjóra fulltrúa
- L-listi Vinir Mosfellsbæjar: 13,0% með einn fulltrúa
- M-listi Miðflokkur: 4,9% með engan
- S-listi Samfylking: 9,0% með einn fulltrúa
- V-listi Vinstrihreyfingar græns framboðs: 5,7% með engan
Að neðan má sjá úrslitin í Mosfellsbæ.
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Halla Karen Kristjánsdóttir (B)
- Aldís Stefánsdóttir (B)
- Sævar Birgisson (B)
- Örvar Jóhannsson (B)
- Lovísa Jónsdóttir (C)
- Ásgeir Sveinsson (D)
- Jana Katrín Knútsdóttir (D)
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)
- Helga Jóhannesdóttir (D)
- Dagný Kristinsdóttir (L)
- Anna Sigríður Guðnadóttir (S)
