Samfylkingin fékk þrjá fulltrúa og Framsókn og frjálsir tvo í kosningunum árið 2018 og ákváðu að mynda meirihluta. Íbúar á Akranesi virðast nokkuð sáttir með gang mála á Skaganu miðað við kosningarnar.
Framsóknarflokkurinn stelur einum manni frá Sjálfstæðisflokknum og styrkir stöðu sína í bæjarfélaginu. Allir flokkarnir þrír sem buðu fram fá þrjá fulltrúa.
Niðurstaðan í kvöld varð þessi:
- B-listi Framsóknar: 35,6% með þrjá fulltrúa
- D-listi Sjálfstæðisflokks: 36,1% með þrjá fulltrúa
- S-listi Samfylkingar: 28,3% með þrjá fulltrúa
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Ragnar Baldvin Sæmundsson (B)
- Liv Åse Skarstad (B)
- Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)
- Líf Lárusdóttir (D)
- Einar Brandsson (D)
- G. Ingþór Guðjónsson (D)
- Valgarður Lyngdal Jónsson (S)
- Jónína M. Sigmundsdóttir (S)
- Kristinn Hallur Sveinsson (S)
