„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:28 Einar Þorsteinsson á kjörstað. Vísir/Bebbý Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38
„Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent