Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og var kjörsókn afar góð í Reykjavík í morgun þó dregið hafi talsvert úr henni seinni partinn.
Sumir kjósendur mættu á fínum bílum, aðrir nýta sér ferðina á kjörstað sem fjölskyldustund og einhverjir til að komast út í göngutúr.
Hér er hægt að sjá spjall okkar við nokkra kjósendur síðan í morgun:
Flestir áttu sér sameiginlegt að hafa þótt kosningabaráttan heldur lengi að fara af stað og áttu margir mjög erfitt með að ákveða hvert atkvæðið færi í ár.