Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 17:57 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira