Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 20:51 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira