Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2022 15:41 Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, útilokar ekki meirihlutasamstarf með neinum flokki. Stefnt er á að klára viðræður við alla flokka í dag. Vísir/Vilhelm Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira