Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 13:17 Framsóknarfólk fagnaði mikið á kosninganótt eftir góða niðurstöðu í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og víðar. Nú er alvara meirihlutaviðræðna tekin við. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. Nú standa yfir óformlegar þreifingar milli oddvita þeirra átta flokka sem náðu kjörnum fulltrúum í borgarstjórn í kosningunum á laugardag. Eftir aðSamfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem sameiginlega eru með níu fulltrúa íborgarstjórn, ákváðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum og Vinstri græn ákváðu að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum og Sósíalistaflokkurinn útilokaði samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar við Sjálfstæðisflokkinn, eru möguleikarnir ekki mjög margir á myndun meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sem fékk fjóra kjörna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann muni eiga fundi með oddvitum allra hinna flokkanna í sitt hvoru lagi eftir hádegi í dag. Eðlilegt væri að heyra í öllum varðandi áherslur fyrir komandi kjörtímabil. Hann reiknaði ekki með að formlegar viðræður hæfust hvorki í dag né á morgun. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sem fékk sex fulltrúa kjörna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hafi rætt óformlega við oddvita allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hildur Björnsdóttir segist hafa heyrt í oddvitum allra flokka í borginni nema Samfulkingarinnar. Dagur hafi ekki svarað símanum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ekki endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli. En mér finnst alveg eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér.“ Er þetta einhver störukeppni, hver ætlar að taka upp símann á undan? „Ég hef tekið upp símann hringt í alla oddvita. Allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. Svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki.“ Þannig að Dagur hefur ekki svarað þínum símtölum? „Hann hefur ekki svarað símanum,“ segir Hildur. Hún hafi hitt Einar Þorsteinsson í gær og rætt óformlega við hann. Mikill málefnalegur samhljómur væri í stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Að minnsta kosti í þessum málum sem þungi var settur á í baráttunni. Húsnæðismálin til að mynda. Við erum með keimlíka ef ekki nákvæmlega sömu stefnu í húsnæðismálum. Við lögðum ríka áherslu á Sundabraut báðir flokkar. Þannig að þetta eru tvö mál sem skipta meginmáli og munu skipta meginmáli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðmikil og flókin verkefni,“ sagði Hildur í Bítinu í morgun. Ekki krafa um Vinstri græn í meirihlua Katrín Jakobsdóttir segir það hafa verið sameiginlega niðurstöðu á fundi félaga í VG sem Líf Magneudóttir boðaði til á sunnudag að taka ekki þátt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Líf Magneudóttur oddvita flokksins í Reykjavík hafa boðað sína félaga í borginni og þingmenn flokksins í Reykjavík á fund á sunnudag. Þar hefði verið komist komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Þar sem meirihlutinn væri fallinn væri ekki alveg sjálfgefið hvernig haldið yrði áfram. Þannig að skilaboðin til okkar í þessum kosningum væru að við ættum kannski ekki að sækjast eftir meirihlutasamstarfi,“ segir Katrín. Vinstri græn hefðu reynslu af því að hægt væri að hafa áhrif bæði í meirihluta og minnihluta og sannarlega gert það. „Við auðvitað fengum ekki þá niðurstöðu sem við hefðum kosið og finnst það vera ákveðin skilaboð um að það sé ekki endilega krafa um að við séum í meirihluta. Sérstaklega þar sem meirihlutinn féll auðvitað ekki á okkur. Heldur var það vegna þess að aðrir flokkar misstu sína menn,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Nú standa yfir óformlegar þreifingar milli oddvita þeirra átta flokka sem náðu kjörnum fulltrúum í borgarstjórn í kosningunum á laugardag. Eftir aðSamfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem sameiginlega eru með níu fulltrúa íborgarstjórn, ákváðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum og Vinstri græn ákváðu að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum og Sósíalistaflokkurinn útilokaði samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar við Sjálfstæðisflokkinn, eru möguleikarnir ekki mjög margir á myndun meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sem fékk fjóra kjörna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann muni eiga fundi með oddvitum allra hinna flokkanna í sitt hvoru lagi eftir hádegi í dag. Eðlilegt væri að heyra í öllum varðandi áherslur fyrir komandi kjörtímabil. Hann reiknaði ekki með að formlegar viðræður hæfust hvorki í dag né á morgun. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sem fékk sex fulltrúa kjörna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hafi rætt óformlega við oddvita allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hildur Björnsdóttir segist hafa heyrt í oddvitum allra flokka í borginni nema Samfulkingarinnar. Dagur hafi ekki svarað símanum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ekki endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli. En mér finnst alveg eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér.“ Er þetta einhver störukeppni, hver ætlar að taka upp símann á undan? „Ég hef tekið upp símann hringt í alla oddvita. Allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. Svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki.“ Þannig að Dagur hefur ekki svarað þínum símtölum? „Hann hefur ekki svarað símanum,“ segir Hildur. Hún hafi hitt Einar Þorsteinsson í gær og rætt óformlega við hann. Mikill málefnalegur samhljómur væri í stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Að minnsta kosti í þessum málum sem þungi var settur á í baráttunni. Húsnæðismálin til að mynda. Við erum með keimlíka ef ekki nákvæmlega sömu stefnu í húsnæðismálum. Við lögðum ríka áherslu á Sundabraut báðir flokkar. Þannig að þetta eru tvö mál sem skipta meginmáli og munu skipta meginmáli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðmikil og flókin verkefni,“ sagði Hildur í Bítinu í morgun. Ekki krafa um Vinstri græn í meirihlua Katrín Jakobsdóttir segir það hafa verið sameiginlega niðurstöðu á fundi félaga í VG sem Líf Magneudóttir boðaði til á sunnudag að taka ekki þátt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Líf Magneudóttur oddvita flokksins í Reykjavík hafa boðað sína félaga í borginni og þingmenn flokksins í Reykjavík á fund á sunnudag. Þar hefði verið komist komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Þar sem meirihlutinn væri fallinn væri ekki alveg sjálfgefið hvernig haldið yrði áfram. Þannig að skilaboðin til okkar í þessum kosningum væru að við ættum kannski ekki að sækjast eftir meirihlutasamstarfi,“ segir Katrín. Vinstri græn hefðu reynslu af því að hægt væri að hafa áhrif bæði í meirihluta og minnihluta og sannarlega gert það. „Við auðvitað fengum ekki þá niðurstöðu sem við hefðum kosið og finnst það vera ákveðin skilaboð um að það sé ekki endilega krafa um að við séum í meirihluta. Sérstaklega þar sem meirihlutinn féll auðvitað ekki á okkur. Heldur var það vegna þess að aðrir flokkar misstu sína menn,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42