Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 17. maí 2022 19:20 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hverjum þeir vilji vinna og hvaða kröfur þeir geri til embætta eins og embættis borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17