Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 12:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, hér með Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Stjórmálaprófessor telur Viðreisn vera með fleiri möguleika en aðrir á þátttöku í meirihlutasamstarfi. Vísir/Vilhelm Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Viðræður í Reykjavík vegna myndun nýs meirihluta í borgarstjórn eru ennþá á því stigi að kallast óformlegar þreifingar flokka á milli. Viðmælendur fréttastofu segja ekkert nýtt að frétta af þeim bænum í dag. Allir flokkar, utan VG, gefa það enn út að stefnan sé að komast í formlegar meirihlutaviðræður. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, eins og farið hefur verið yfir, og Framsóknarflokkurinn með sína fjóra fulltrúa oftar en ekki sagður vera í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta. Þessu er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ekki endilega sammála, en hann ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna í borginni. „Ég er ekki alveg sammála þessari greiningu sem oft er sett fram að Framsókn sé í svona gríðarlegri mikilli lykilstöðu. Jú, ég veit að það er erfitt að mynda meirihluta án Framsóknar vegna þess að það eru engar líkur á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman,“ sagði Baldur. Margt hafi breyst með yfirlýsingu forsvarmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar um að þau ætli að fylgjast að, til að byrja með. „Þau settu Framsókn dálítið út í horn með því. Vegna þess að Framsókn getur ekki, ef hún gengur ekki til viðræðna við þessa flokka og myndar meirihluta, hún getur ekki snúið sér að Sjálfstæðisflokki,“ sagði Baldur og vísað til þess að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu aðeins tíu fulltrúa, ellefu með Flokki fólksins. Tólf fulltrúa þarf til að mynda meirihluta og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, og Líf Magneudóttir, oddviti VG. VG mun ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu sem er að hefjast.Vísir/Vilhelm „Þess vegna vil ég segja. Það er frekar Viðreisn sem er í sterkri stöðu, heldur en Framsókn,“ sagði Baldur og vísaði til orða Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, um að Viðreisn útiloki ekki neitt. „Hún getur slitið sig frá, eins og Þórdís Lóa er búin að ýja að hún gæti gert ef þetta gengur ekki upp, og farið þá að tala við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Flokk fólksins,“ sagði Baldur en hlusta má allt viðtalið við hann hér að ofan.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54 Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. 17. maí 2022 18:54
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17