Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Snorri Másson skrifar 18. maí 2022 19:58 Hildur skælbrosandi eftir fyrstu tölur á laugardagskvöld, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa. Stöð 2 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25