„Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2022 10:30 Þegar Rúrik og Blessings hittust fyrst. Mágarnir Rúrik Gíslason og Jóhannes Ásbjörnsson fóru á dögunum út til Malaví í austur Afríku en ástæðan fyrir heimsókninni er að Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpin á Íslandi. Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira