Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 13:04 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins geta ekki myndað meirihluta í borgarstjórn án Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar. Foto: Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. Möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir í augnablikinu þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag, Píratar útilokað samstarf við sex fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa sem að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn. Þá hefur eini borgarfulltrúi Vinstri grænna ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta. Ljóst er í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku fjögurra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Á meðan afstaða flokka er óbreytt er því ljóst að flokkurinn hlýtur að taka upp viðræður við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þótt flokkurinn geti raunar myndað meirihluta án hennar með Samfylkingu og Pírötum. Samkomulag um hvor þessarra manna verði borgarstjóri getur ráðið miklu um hvaða meirihluti verði myndaður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur á Einar Þorsteinsson innan Framsóknarflokksins um að greinilegt verði á nýjum meirihluta að breytingar hafi átt sér stað í borgarstjórn og hann fái þar af leiðandi borgarstjórastólinn. Þá er þrýst á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar úr mörgum áttum að að segja sig frá bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það breytir hins vegar ekki kröfu fólks innan Framsóknar á að Einar fái borgarstjórastólinn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins beinlínis skorar á Þórdísi Lóu að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata. Kolbrún Baldursdóttir telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Algerlega. Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún En meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar yrði ekki myndaður án Flokks fólksins. Kolbrún segir að alger samstaða ætti hins vegar að geta náðst um stór mál eins og Sundabraut sem Flokkur fólksins vilji að ráðist verði í strax. Aðaláhersla Flokks fólksins sé á velferðarmálunum, taka utan um viðkvæma hópa og útrýma biðlistum. Og þú heldur að þú getir náð þeim málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það er náttúrlega mjög margt sem skarast. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mikið fyrir leikskólamálum og þessu samtali við borgarbúa. Og Framsókn hefur talað mikið fyrir barnafjölskyldum. Að vilja gera mikið fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig að ég hef séð mikla skörun í þessum málum á milli þessara flokka,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir í augnablikinu þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag, Píratar útilokað samstarf við sex fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa sem að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn. Þá hefur eini borgarfulltrúi Vinstri grænna ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta. Ljóst er í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku fjögurra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Á meðan afstaða flokka er óbreytt er því ljóst að flokkurinn hlýtur að taka upp viðræður við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þótt flokkurinn geti raunar myndað meirihluta án hennar með Samfylkingu og Pírötum. Samkomulag um hvor þessarra manna verði borgarstjóri getur ráðið miklu um hvaða meirihluti verði myndaður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur á Einar Þorsteinsson innan Framsóknarflokksins um að greinilegt verði á nýjum meirihluta að breytingar hafi átt sér stað í borgarstjórn og hann fái þar af leiðandi borgarstjórastólinn. Þá er þrýst á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar úr mörgum áttum að að segja sig frá bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það breytir hins vegar ekki kröfu fólks innan Framsóknar á að Einar fái borgarstjórastólinn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins beinlínis skorar á Þórdísi Lóu að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata. Kolbrún Baldursdóttir telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Algerlega. Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún En meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar yrði ekki myndaður án Flokks fólksins. Kolbrún segir að alger samstaða ætti hins vegar að geta náðst um stór mál eins og Sundabraut sem Flokkur fólksins vilji að ráðist verði í strax. Aðaláhersla Flokks fólksins sé á velferðarmálunum, taka utan um viðkvæma hópa og útrýma biðlistum. Og þú heldur að þú getir náð þeim málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það er náttúrlega mjög margt sem skarast. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mikið fyrir leikskólamálum og þessu samtali við borgarbúa. Og Framsókn hefur talað mikið fyrir barnafjölskyldum. Að vilja gera mikið fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig að ég hef séð mikla skörun í þessum málum á milli þessara flokka,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25